A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Fræðslunefnd - 19. nóvember 2013

Fundargerð

 

 

Fundur er haldinn hjá fræðslunefnd  19. Nóvember 2013 og hefst hann kl. 17.00  á skrifstofu Strandabyggðar í Þróunarsetrinu.

 

Mættir eru:  Viðar Guðmundsson, Ester Sigfúsdóttir, Ragnar Bragason og  Ingibjörg Sigurðar. Ingibjörg Sigurðar ritar fundargerð

 

Málefni fræðslunefndar:

 

 

Málefni leikskóla:

Boðuð kl. 17.00: Sirrý Ásgeirsdóttir leikskólastjóri,  Hlíf Hrólfsdóttir fulltrúi starfsmanna, og Hrafnhildur Þorsteinsdóttir fulltrúi foreldra


1.Heildstæð menntastefna Strandabyggðar

Rætt um nauðsyn þess að gerð sé menntastefna og ráðningu fræðslustjóra.

Nefndin leggur áherslu á að unnið sé að þessu strax.


2. Menntun barna á leikskólanum með tilliti til þróunar tölvu og upplýsingatækni.

Sirrý sagði frá nauðsyn þess að börn hefðu aðgang að tölvu og er tengingu mjög ábótavant í leikskólanum. Kaup þarf eina til tvær tölvur, Viðar athugar með nýja tengingu á vegum sveitafélagsins. Nefndin leggur til að einni tölvu verði bætt inn  á fjárhagsáætlun til að hafa inn á deild.


3. Dvalarsamningur barna á leikskólanum.

Nefndin leggur til að útbúin verði dvalarsamningur og verði hann unnin af leikskólastjóra og sveitastjóra. Sirrý benti  á að endurskoða þarf foreldrahandbókina og benti á nokkra liði sem þurfa að vera skýrari. Nefndin leggur til að sú vinna fari fram eftir gerð fjárhagsáætlunar.


4. Jöfnunarsjóður sveitafélaga v / leikskóla samkvæmt 13. gr. Útgjaldajöfnunarframlög.

Reglur jöfunarsjóðs um börn á leikskólum rædd.


5. Fræðslunefnd þakkar gjafir sem leikskólanum voru færðar í tilefni afmælis. Grundarorka færði leikskólanum leikföng og fyrrverandi nemendur gáfu peninga gjafir.

 

Málefni grunnskóla: 

Boðuð kl. 17.45: Hulda Ingibjörg Rafnarsdóttir skólastjóri, Ingibjörg Emilsdóttir aðstoðarskólastjóri, Hrafnhildur Þorsteinsdóttir, Vignir Örn Pálsson fulltrúi foreldra.


5. Fyrirhugaðar skipulagsbreytingar og mannaráðningar.

Viðar Guðmundsson ráðinn í tónskólann tímabundið vegna veikinda Hildar Heimisdóttur. Árný Huld Harldsdóttir ráðin í stuðning á yngsta stig.

Sóley Ósk Sigurgeirsdóttir minnkar við sig vinnu, Eiríkur Valdimarsson óskar eftir auknu stöðuhlutfalli og Lára Jónsdóttir óskar eftir auknu stöðuhlutfalli. Hrafnhildur Þorsteinsdóttir tekur við verkefnum Jóhönnu Hreinsdóttur að hluta. En vantar 65% starf í almennri kennslu.

Hulda skýrði frá hugmynd að sameingingu 1-4 bekkjar, sem gerir kennsluna betri í alla staði. Í bekknum verða tveir kennarar og þrír stuðningsfulltrúar.

Nefndin samþykkir sameininguna.


6. Staðan við innleiðingu á aðalnámskrá.

Staðan kynnt. Unnið verður áfram með lykilhæfni.


7. Önnur mál

Rætt um upplýsingaflæði frá skólanum.

 

 

 

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón