A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Frćđslunefnd - 10. október 2016

Fundur er haldin í fræðslunefnd máundaginn 10. október kl. 17:00 í Hnyðju.

Eftirtaldir nefndarmenn er mættir: Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Egill Victorsson og Ingibjörg Benediktsdóttir. Sólrún Jónsdóttir boðaði forföll og ekki náðist að fá varamann í hennar stað.

Fulltrúar Grunn- og Tónskóla mæta kl 17:00: Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir skólastjóri og fulltrúi starfsmanna, Hrafnhildur Þorsteinsdóttir.

Fulltrúar leikskóla mæta boðaðir kl 18:00: Aðalbjörg Sigurvaldadóttir, Brynja Guðlaugsdóttir fulltrúi starfsmanna og Hrafnhildur Skúladóttir fulltrúi foreldra situr fundi beggja skólastiga.

 

Dagskrá er svohljóðandi:

1. Fjárhagsáætlun Grunn- og tónskóla

Fræðslunefnd er sammála skólastjóra að mikilvægt verði að halda áfram viðhaldi á skólahúsnæði eins og hefur verið, þ.e. um 15. millj. á ári.

Fræðslunefnd vill ítreka að koma tölvukerfi og tölvukosti starfsmanna við Grunnskólann í lag hið snarasta.

Varðandi skólaakstur þá vill fræðslunefnd koma því á framfæri að gengið verði frá því að ljóst verði hverjar kostnaðartölur eru við útboð, rekstarleigu eða núverandi fyrirkomulag áður en árið er liðið.

Nú er langt um liðið síðan samþykkt var að ráða fræðslustjóra í sveitarfélagið og vill fræðslunefnd koma því á framfæri að gengið verði í verkið.

Fleira ekki tekið fyrir og fulltrúar grunnskóla yfirgefa fundinn.

Aðalbjörg Sigurvaldadóttir kemur á fundinn.

Dagskrá leikskóla:

2. Bréf frá Kristjönu Eysteinsdóttur og Borgari Þórarinssyni um úttekt á mötuneyti og viðbyggingu leikskólans.

Í bréfinu kom fram gagnrýni á úttekt mötuneytis sem var gerð í vor. Þar kom fram að ekki hefði úttektin verið gerð á viðunandi hátt en viðtöl voru tekin við skólastjórnendur og matráð. Aðalbjörg vill taka fram að við leikskólann hefur orðið breyting á til hins betra eftir að úttektin var gerð. Hrafnhildur vill að komi fram að hún er sammála því að ítarlegri úttekt hefði verið heppilegri.

Í bréfinu kemur fram gagnrýni á viðbyggingu leikskólans og að þeirra mati hafi framkvæmdin ekki verið kynnt nægjanlega fyrir foreldrum. Kynning á viðbyggingu og teikningar lágu fyrir á fundi foreldrafélagsins haustið 2014. Einnig var leitað til starfsfólks þegar teikningar voru gerðar og tekið mið af þeirra óskum.

Varðandi stærð lóðarinnar þá er áætlað að endurskipuleggja og teikna upp á nýtt þegar viðbyggingin er komin nokkuð á veg. Það sem betur má fara er að teikningar og áætlun sé aðgengileg foreldrum og Aðalbjörg mun hengja upp upplýsingar í anddyri leikskólans.

 

3. Fjárhagsáætlun leikskólans

Gerð var athugasemd við að nauðsynlegt er að settur verði þakgluggi og loftræstikerfi í nýtt eldhús en það er ekki á teikningu eftir að nýbyggingu er lokið. Fræðslunefnd vill að þessu verði bætt við fjárhagsáætlun og gert verði ráð fyrir í teikningum.

Mikið er af ónýtum húsgögnum í leikskólanum og þá er starfsmanna aðstaða sérstaklega slæm og vill fræðslunefnd óska eftir því að úr þessu verði bætt og gert ráð fyrir á næsta ári.

Aðalbjörg áætlar að keyptir verði einingakubbar og ýmis leikföng fyrir börnin. Endurnýja þarf búnað reglulega og einnig þarf að bæta við það sem keypt hefur verið.

Varðandi útisvæði þarf að endurskipuleggja það allt með nýrri byggingu ásamt því að endurnýja tæki. Aðalbjörg gerir ráð fyrir því í fjárhagsáætlun og vill fræðslunefnd ítreka að það verði á áætlun.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl 19:01

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón