A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Umhverfisnefnd - 7. maí 2009

Fundur haldinn í Umhverfisnefnd Strandabyggðar,

7. maí 2009 á skrifstofu sveitarfélagsins kl. 20.00

 

Mættir voru Ásta Þórisdóttir, Jón Gísli Jónsson, Lýður Jónsson, Jón Halldórsson og Eysteinn Gunnarsson.

 

Fundarefni:


1. Staðardagskrá 21

2. Önnur mál

 

  1. Farið var yfir málaflokka í Staðardagskrá 21 sem umhverfisnefnd hefur á sinni könnu. Verkefnalistar málaflokkanna frá 2008 voru skoðaðir og þeir uppfærðir bæði með nýjum verkefnum og eldri verkefnum forgangsraðað.

 

Skógrækt.

Ákveðið var að mælast er til þess við sveitarstjórn að hún hvetji Grunnskólann á Hólmavík til að taka þátt í Yrkju samstarfsverkefni Skógræktar Íslands og Námsgagnastofnunar, í sambandi við gróðursetningar við grunnskóla.

Verkefni 3 á verkefnalista 2008 um að fá nemendur við Landbúnaðarháskóla Íslands í hugmyndavinnu um hvar væri hægt að planta trjágróðri innan þéttbýlis Hólmavíkur var frestað og ákveðið að bíða eftir nýju aðalskipulagi.

Ákveðið var að athuga hvort skógræktarfélag Strandasýslu muni hafa áhuga á að koma að umhverfis- og hreinsunardegi í Strandabyggð með einhverjum hætti.

Lagt er til við sveitarstjórn að hún kanni áhuga íbúa á matjurtagörðum og hvort þörf sé á því að stækka garða sem eru úti í Skeljavík.

Rætt var um að skipuleggja svæði sem yrðu opin almenningi til að gróðursetja tré í.  Þetta yrði eins konar "flag í fóstur".

 

Skógrækt/Verkefnalisti

  1. Stækka matjurtargarða í Skeljavík, ef áhugi íbúa er fyrir hendi.
  2. Skógræktarverkefni Yrkju verði tekið upp í Grunnskóla.
  3. Skipulagt verði svæði opið almenningi til gróðursetningar trjáa.


Leitað eftir samstarfi við Skógræktarfélag Strandasýslu um að koma að árlegum umhverfisdegi í Strandabyggð.


Hugað verði að gróðursetningu innan þéttbýlis á Hólmavík þegar nýtt Aðalskipulag er komið.

 

Úrgangsmál.

 

Óbreytt verkefnaröðun er í sambandi við úrgangsmál og hvatt er til þess að vinna við sorpmál og flokkun sorps verði hraðað eftir fremsta megni.

Lagt er til að umhverfisdagur verði haldinn í Strandabyggð í lok maí ár hvert. Skipaðir verði hverfisstjórar í hverju hverfi og rusl og annar úrgangur verði sóttur, verði þess óskað.

 

Úrgangsmál/Verkefnalisti

 

  1. Útbúin verði svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs, samanber lög nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs og landsáætlun um meðhöndlun úrgangs.
  2. Útbúin verði áælun um hvernig eigi að laga núverandi uðunarstað að hertum kröfum, sbr. reglugerð nr. 738/2003 um urðun úrgangs.
  3. Árlegum umhverfisdegi verði komið á í lok maí.
  4. Útbúið veði lokað gámaplan með góðum flokkunarmöguleikum fyrir endurvinnanlegan úrgang.
    • Markviss fræðsla til almennings verði stöðugt í gangi, þar sem komið er á framfæri hvaða úrgangsflokka eigi að flokka sér, hvernig ganga skuli frá hverjum flokki fyrir sig og fyrirkomulag á gamaplani. Lagt er til að þessi fræðsla myndi tengjast verkefninu "Vistvernd í verki".
    • Urðunarstaðurinn verði skipulagður og lagaður (hvar á hvaða úrgangu að vera urðaður?) Skýrð  verði verkaskipting milli sveitarfélags og sorpsamlags. Þetta tengist gerð aðlögunaráætlun fyrir urðunarstaðinn.
    • Skipulag yfir urðunarstað verði skýrt; hver beri ábyrgð á staðnum. Boðleiðir verði skýrðar (hvað á að gera, hver á að gera það og hverning á að gera það?).
    • Kannaðir verði möguleika á að kurla bretti til spónaframleiðslu, t.d. fyrir hestamennsku og hænsnarækt og/eða til stígagerðar.

 

Fráveitumál

 

Óbreytt verkefnaröðun er í sambandi við fráveitumál en lögð er áhersla á að olíugildrur hjá sveitarfélaginu séu athugaðar reglulega og fylgst gaumgæfilega með vikni þeirra.

 

Fráveitumál/Verkefnalisti

 

  1. Útrásir í sjó verði lengdar til að tryggja að viðtaki sé nægilega góður.
  2. Ástand olíugildra hjá fyrirtækjum (s.s. vélsmiðjan, Hólmadrangur, N1, Vegagerðin, á Skeiði, ...) verði athugaðar og tryggt að þær virki sem skyldi.
    • Rotþrær verði settar á þá sveitabæi, þar sem þær vantar enn, jafnframt því sem siturlagnir verði útbúnar þar sem þær vantar.
    • Átak verði gert í að kortleggja lagnir í þorpinu og laga ástand þeirra.
    • Ástand frárennslislagna við íþróttahús verði kannað.
    • Sett verði rotþró við Vesturtún og afrennslið leitt í sjó fram.
    • Á þeim svæðum í þorpinu þar sem frárennsli fer í rotþró, verði tryggt að húsaskolp og ofanvatn sé aðskilið.

 

2. Önnur mál

 

Gámasvæði í Réttarvík þarf að komast í gagnið sem allra fyrst og að vera búið að vera búið að koma öllum gámum þangað í síðasta lagi fyrir 17. júní 2009.  Lagt er til að sveitarstjórn sendi bréf til fyrirtækja þar sem þau eru beðin um að taka til í kringum sig og virða lóðamörk.

 

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum.

Fundi slitið kl. 22: 15

 

Ásta Þórisdóttir (sign)

Jón Gísli Jónsson (sign)

Lýður Jónsson (sign)

Jón Halldórsson (sign)

Eysteinn Gunnarsson (sign)

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón