A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Umhverfis og skipulagsnefnd - 1. apríl 2019

Fundargerð

Fundur var haldinn í Umhverfis- og skipulagsnefnd Strandabyggðar mánudaginn 1. apríl 2019, kl. 17:00 á skrifstofu sveitarfélagsins.

Fundinn sátu: Jón Jónsson, Hafdís Sturlaugsdóttir, Ásta Þórisdóttir, Jóhann Björn Arngrímsson, Ágúst Helgi Sigurðsson, Einar Indriðason slökkviliðsstjóri og Gísli Gunnlaugsson byggingarfulltrúi sem ritaði fundargerð. Þorgeir Pálsson sveitarstjóri sat fundinn í fjarveru formanns til að miðla upplýsingum til sveitarstjórnar.

Á dagskrá fundarins var eftirfarandi:

1. Broddanes 2
Tekin fyrir að nýju umsókn frá Einari Eysteinssyni og Guðbrandi Einarssyni um
stofnun nýrrar lóða á jörðinni Broddanes 2, áður á dagskrá nefndarinnar 4. febrúar þar
sem afgeiðslu var frestað. Viðbótargögn hafa borist annars vegar þar sem allir
eigendur jarðarinnar Broddanes samþykkja stofnun lóðarinnar og hins vegar úttekt
Minjastofnunar varðandi fornminjar.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir stofnun lóðarinnar Ingunnarflatir úr jörðinni Broddanes 2.


2. Austurgil
Lagt fram erindi frá Skipulagsstofnun þar sem óskað er eftir upplýsingum frá Strandabyggð um framkvæmdir við slóðagerð vegna fyrirhugaðrar Austurgilsvirkjunar sem var til afgreiðslu á fundi nefndarinnar 15. júní 2015. Fyrirspurnin er vegna erindis sem Skipulagsstofnun barst vegna framkvæmdanna.

Sveitarstjóra og byggingarfulltrúa falið að afla frekari upplýsinga um framkvæmd verksins og svara erindi Skipulagsstofnunar.


3. Ófeigsfjörður
Tekið fyrir bréf frá Kristjáni Inga Arnarssyni byggingarfulltrúa Árneshrepps þar sem leitað er staðfestingar Strandabyggðar á undirritaðri yfirlýsingu jarðanna Ófeigsfjarðar og Hraundals um landamerki þeirra. Samkvæmt yfirlýsingunni nær Ófeigsfjörður yfir skráð sveitarfélagamörk sem nemur um 5 km2.

Afgreiðslu frestað. Byggingarfulltrúa falið að afla frekari gagna.


4. Hólmavíkurkirkja
Erindi frá Hólmavíkursókn vegna klukknaports sem fyrirhugað er að reisa ofan við Hólmavíkurkirkju. Meðfylgjandi eru teikningar unnar af Gunnlaugi Birni Jónssyni.

Erindið samþykkt. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir ennfremur að lóðin umhverfis kirkjuna verði stækkuð þannig að klukknaportið lendi innan hennar.


5. Önnur mál

a) Hólar
Erindi frá Haraldi Dungal og Írisi Dungal um stofnun lóðar úr jörðinni Hólum í Staðardal.

Erindið samþykkt enda berist umsóknarblað með undirskriftum allra þinglýstra eigenda jarðarinnar.
b) Langadalsá
Hafrannsóknarstofnun hefur upplýst byggingarfulltrúa um að framkvæmdir við fyristöðuþrep í Langadalsá, sem samþykkt var í umhverfis- og skipulagsnefnd 8. október 2018, hefjist í þarnæstu viku.

c) Landskipulagsstefna
Byggingarfulltrúi kynnti vinnu sem Skipulagsstofnun hefur hafið við land-skipulagsstefnu um loftslagsmál, landslag og lýðheilsu sem komi til viðbótar við Landsskipulagsstefnu 2015 – 2026 sem samþykkt var á Alþingi 2016.

d) Upplýsingamiðlun og hlutverk nefndarinnar
Umræður urðu um hlutverk nefndarinnar, upplýsingamiðlun og eftirfylgni verkefna sem nefndin leggur til. Nefndinni þykir nokkuð skorta á að vinnubrögð séu ávallt til fyrirmyndar og beinir því til sveitarstjórnar að standa betur að þessum málum. Sveitarstjóra falið að koma ábendingum sem fram komu áleiðis.

 

 

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón