A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Umhverfis- og skipulagsnefnd, 8. mars 2021

Fundur var haldinn í Umhverfis- og skipulagsnefnd Strandabyggðar mánudaginn 8. mars 2021, kl. 17:00 í Hnyðju á Hólmavík.

            Fundinn sátu: Eiríkur Valdimarsson formaður, Jóhann Björn Arngrímsson, Hafdís Sturlaugsdóttir og Ragnheiður Gunnarsdóttir. Ágúst Helgi Sigurðsson boðaði forföll og í hans stað sat Atli Már Atlason fundinn. Auk þess mætti Valdimar Kolka Eiríksson fulltrúi ungmennaráðs. Grettir Örn Ásmundsson byggingarfulltrúi ritaði fundargerð.

 

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

1. Nauteyri. Umsókn um stækkun á lóð.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd metur það svo að um sé að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi og er því ekki talin ástæða til meðferðar málsins skv. 1. mgr. 5.8.1. gr. skipulagsreglugerðar. Breyting á skipulagi fari fram skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Lagt er til að fallið verði frá grenndarkynningu á grundvelli 3. mgr. 44. gr. sömu laga. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að afgreiða málið.

 

 
2.
Finna Hótel. Umsókn um byggingarleyfi.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að erindinu verður frestað og byggingar- og skipulagsfulltrúi ásamt slökkviliðsstjóra Strandabyggðar skoði málið betur með tilliti til bruna- og byggingarreglugerðar.


3.
Hafnarbraut 2. Umsókn um byggingarleyfi.

 Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja málið og felur byggingarfulltrúa að afgreiða umsóknina.    

 
4. Vínbúðin. Umsókn um byggingarleyfi.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja málið og felur byggingarfulltrúa að afgreiða umsóknina.    

 
5. Strandagaldur. Umsókn um uppsetningu á skilti.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til aðrar staðsetningar fyrir skiltin en sótt var um og felur skipulagsfulltrúa að vinna að málinu í samráði við umsækjanda.

           

 6. Snæfell. Umsókn um breytingu á glugga.

           

Eiríkur Valdimarsson formaður og Valdimar Kolka viku af fundi undir þessum lið og skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja málið og felur byggingarfulltrúa að afgreiða umsóknina.

 
7. Önnur mál:

 

  • Erindi frá Sævari Benediktssyni og Elísabetu Pálsdóttur varðandi flutning lögheimilis að Brekkusel lóð nr.1

 

      Skipulags- og umhverfisnefnd vísar þessu erindi til sveitastjórnar.

 

Umræður

Varnargarður við Hafnarbraut, rætt var um ófullnægjandi frágang á varnargarðinum þar sem grjóti er ekki raðað beint og skapar slysahættu.

Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að sveitarstjóri hlutist til um málið.

 

 

Fundi slitið kl: 18:30

 

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón