A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Umhverfis- og skipulagsnefnd 4.febrúar 2019

Fundargerð

Fundur var haldinn í Umhverfis- og skipulagsnefnd Strandabyggðar mánudaginn 4. febrúar 2019, kl. 17:00 á skrifstofu sveitarfélagsins.
Fundinn sátu: Eiríkur Valdimarsson, Jón Jónsson, Hafdís Gunnarsdóttir, Ásta Þórisdóttir, Hafdís Sturlaugsdóttir, Einar Indriðason slökkviliðsstjóri og Gísli Gunnlaugsson byggingarfulltrúi sem ritaði fundargerð.

Á dagskrá fundarins var eftirfarandi:
1. Aðalskipulag Súðavíkurhrepps
Erindi frá skipulags- og byggingarfulltrúa Súðarvíkurhrepps þar sem fram kemur að unnið sé að endurskoðun á Aðalskipulagi Súðavíkurhrepps 2018-2030. Óskað er eftir umsögn Strandabyggðar á drögum að greinargerð og uppdrætti sem aðgengilegt er á heimasíðu hreppsins.
Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við drög að tillögu að endurkoðuðu aðalskipulagi Súðavíkurhrepps 2018-2030.
2. Fiskislóð 1
Lagt fram bréf frá Skipulagsstofnun þar sem fram kemur að óveruleg breyting á Aðalskipulagi Strandabyggðar 2010-2022, vegna Fiskislóðar 1, hafi verið staðfest þann 3. janúar s.l.
Kynnt.
3. Silungsveiðar í sjó
Erindi frá Hafdísi Sturlaugsdóttur þar sem óskað er efir að umhverfis- og skipulagsnefnd taki fyrir reglur um veiðar á göngusilungi í sjó í landi Strandabyggðar.
Samþykkt að fara betur yfir reglur varðandi veiðar á göngusilungu og eftirlit með veiðum.
4. Umhverfismál
Lagt fram bréf frá Hafdísi Gunnarsdóttur þar sem nefnd eru nokkur af þeim málum, á sviði umhverfismála, sem komast þurfa á dagskrá hjá sveitarfélaginu á næstu misserum.
Rætt almennt um umhverfismál í sveitarfélaginu. Lagt er til við sveitarstjórn að farið verði í vinnu við að undibúa söfnun á lífrænum úrgangi og moltugerð.
Jafnfram telur nefndin æskilegt að farið verði í fræðsluátak um umhverfismál.
5. Leiðrétting staðfanga
Lagt fram bréf frá Þjóðskrá Íslands sem nú vinnar að því að skrá lögheimii niður á íbúðir. Misræmi hefur komið fram milli fasteignaskrár og húsaskrár í þjóðskrá sem sveitarfélagið þarf að leysa úr. Meðfylgjandi er listi yfir misræmi í Strandabyggð.
Byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.
6. Landupplýsingar sveitarfélaga
Bréf frá landupplýsingadeild Þjóðskrár Íslands varðandi landfræðileg upplýsingagögn sveitarfélaga.
Kynnt.
7. Önnur mál
a) Broddanes 2.
Umsókn frá Einari Eysteinssyni og Guðbrandi Einarssyni um stofnun nýrrar lóða á jörðinni.
Afgreiðslu frestað.

Fundi slitið 

Eiríkur Valdimarsson
Jón Jónsson
Hafdís Gunnarsdóttir
Ásta Þórisdóttir
Hafdís Sturlaugsdóttir
Einar Indriðason
Gísli Gunnlaugsson

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón