A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Umhverfis- og skipulagsnefnd, 1. ágúst 2013

Fundargerð

 

Fundur var haldinn í Umhverfis- og skipulagsnefnd Strandabyggðar  miðvikudaginn 1. ágúst  2013,  kl. 17:00 á skrifstofu sveitarfélagsins.

Fundinn sátu:  Jón Gísli Jónsson formaður, Valgeir Örn Kristjánsson, Hafdís Sturlaugsdóttir, Ingibjörg Emilsdóttir og Gísli Gunnlaugsson byggingarfulltrúi sem ritaði fundargerð.

 

Á dagskrá fundarins var eftirfarandi:

 

 

  1. Höfðagata 5.

Grenndarkynningu vegna Höfðagötu 5, sem samþykkt var á fundi nefndarinnar 5. júní s.l., lauk 18. júlí s.l.

 

Svarbréf barst frá Jóni E. Halldórssyni f.h. Hólmadrangs ehf. þar sem engar athugasemdir eru gerðar vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar.  Ekki bárust svör frá öðrum húseigendum sem fengu send gögn vegna grenndarkynningarinnar.

Umhverfis- og skipulagsnefnd getur fallist á byggingu húss í samræmi við framlagðar tillöguteikningar með eftirtölum skilyrðum.

a)      Húsið verði minnst 2 metra frá lóðarmörkum við Höfðagötu.

b)      Útlit húss og bílgeymslu verði samræmt.

c)      Byggingin uppfylli ákvæði nýrrar byggingareglugerðar.

d)      Lóðarsamningur fyrir þann hluta lóðarinnar sem er í eigu sveitarfélagsins þarf að liggja fyrir.

 

 

  1. Hvalsá.

Erindi frá Auðunni G. Guðmundssyni þar sem óskað er eftir heimild til að rífa fjárhús á jörðinn Hvalsá.

 

Samþykkt að leifa niðurrif fjárhússins.

 

 

 

  1. Önnur mál

a)      Beiðni um lykiltölur úr aðalskipulagi.

Beiðni frá Skipulagsstofnum um að Strandabyggð yfirfari ákveðin gögn úr aðalskipulagi og sendi til stofnunarinnar fyrir 15. ágúst n.k.

 

Umhverfis- og skipulagsnefnd telur að forsendur þeirra þátta í aðalskipulagi sem fram koma í bréfi Skipulagsstofnunar séu óbreyttar.

 

 

 

b)     Umgengni.

Umhverfis- og skipulagsnefnd beinir því til lóðarhafa, einstaklinga, fyrirtækja og stofnana að hreinsa til á lóðum sínum þannig að þær séu sveitarfélaginu og íbúum þess til sóma.  Jafnframt hvetur nefndin þá íbúa sem eiga eignir á lóðum eða lendum í eigu sveitarfélagsins að fjarlægja það og koma fyrir á til þess gerðum geymslusvæðum.

 

 

 

 

Jón Gísli Jónsson

Valgeir Örn Kristjánsson

Hafdís Sturlaugsdóttir

Ingibjörg Emilsdóttir

Gísli Gunnlaugsson

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón