A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Umhverfis- og skipulagsnefnd 15. apríl 2013

Fundur var haldinn í Umhverfis- og skipulagsnefnd Strandabyggðar mánudaginn

15. apríl 2013, kl. 17:00 á skrifstofu sveitarfélagsins.

Fundinn sátu: Jón Gísli Jónsson formaður, Valgeir Örn Kristjánsson, Lýður Jónsson, Elfa Björk Bragadóttir og Gísli Gunnlaugsson byggingarfulltrúi sem var í símasambandi og ritaði fundargerð.

Á dagskrá fundarins var eftirfarandi:

  1. Grenndarkynning fyrir einbýlishús við Lækjartún 9.

Farið yfir gögn vegna grenndarkynningar fyrir einbýlishús við Læjartún 9, athugasemdafrestur er liðinn.

Þar sem skriflegt samþykki barst frá öllum húseigendum sem fengu send kynningargögn, án athugasemda, leggur umhverfis- og skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að deiliskipulag vegna lóðarinnar við Læjartún 9 verði samþykkt.

  1. Grenndarkynning fyrir parhús við Miðtún 9.

Farið yfir gögn vegna grenndarkynningar fyrir parhús við Miðtún 9,

athugasemdafrestur er liðinn.

Skrifleg svör bárust frá öllum sem fengu send gögn nema eigendur tveggja húsa, þ.e. við Miðtún 7 og Miðtún 11.

Í svörum tveggja aðila koma fram ábendingar og athugassemdir:

a) Ágúst Guðjónsson Miðtún 5

„Varðandi útlit á þaki á parhúsinu þá tel ég réttara að miða við þakgerð þeirra húsa sem fyrst voru byggð við þessa götu , þ.e.a.s. Miðtún 3, 5 og 7.

Að öðru leiti er ég samþykkur fyrirhugaðri byggingu.“

a) Guðmundur H. Þórðarson Lækjartúni 16

„Hef áhyggjur af breytingum á sjóalögum og aðþrengingu útsýnis.“

Svör við ábendingum og athugasemdum:

a) Þar sem grunnflötur hússins er nokkuð stærri en húsanna við Miðtún 3, 5 og 7 er taliða að parhúsunum fari betur að vera með svipaðan þakhalla og húsin við Miðtún 11 og 13 og þannig verði þau ekki eins yfirgnæfandi í umhverfinu.

b) Erfitt getur verið að átta sig á hvernig snjósöfnun kemur til með að breytast og ólíklegt að hún aukist eitthvað við húsin að Lækjartúni 12, 14 og 16.

Ljóst er að útsýni úr Lækjartúni mun þrengjast en þó ekki mikið umfram það sem hefði orðið með einbýlishúsi að Miðtúni 9 eins og það er sett fram á fyrra skipulagi.

Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulag vegna lóðarinnar við Miðtún 9 verði samþykkt.

  1. Grenndarkynning fyrir parhús við Höfðatún 1 - 3.

Farið yfir gögn vegna grenndarkynningar fyrir parhús við Höfðatún 1 - 3, athugasemdafrestur er liðinn.

Skrifleg svör bárust frá öllum sem fengu send gögn nema eigendur fjögurra húsa, þ.e. við Austurtún 8 og 10, Víkurtún 9 og Miðtún 1.

Í svörum tveggja aðila koma fram ábendingar og athugassemdir:

a) Sigurlaug Stefánsdóttir Víkurtúni 3.

„Undirrituð hefur áhyggjur af bílastæðum við Víkurtún 1-11 og vill að það verði tryggður nægjanlegur fjöldi bílastæða fyrir íbúana.

Jafnframt hef ég miklar áhyggjur af snjóalögum.

Ég er ekki beint hrifin af þessu en sé það vilji meirihluta íbúanna að þetta sé samþykkt þá vil ég ekki standa í vegi fyrir því.“

b) Hannibal Helgason og Sjöfn Helgadóttir Austurtúni 12.

„Undirritaðir íbúar í Austurtúni 12 samþykkja byggingu að Höfðatúni 1 – 3 ef húsin eru 1. hæðar, annars ekki.“

Svör við ábendingum og athugasemdum:

a) Ekki ætti að verða mikil breyting á bílastæðum núverandi húsa þar sem lóðin er nú nýtt undir leikvöll og gert er ráð fyrir bílastæðum innan lóða parhúsanna.

Erfitt er að gera sér nákvæma grein fyrir breyttri snjósöfnun við tilkomu parhúsanna en líklegt er að hún aukist eitthvað á Höfðatúni og e.t.v. líka á aðkeyrslunni að Víkurtúni 1 til 11.

b) Í skipulagstillögunni er gert ráð fyrir að parhúsin verði á einni hæð.

  1. Grenndarkynning fyrir einbýlishús við Brunngötu 7.

Farið yfir gögn vegna grenndarkynningar fyrir einbýlishús við Brunngötu 7, athugasemdafrestur er liðinn.

Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

  1. Höfðagata 5.

Borist hefur erindi frá Guðmundi Björnssyni þar sem hann sækir um leyfi til að rífa íbúðarhús sitt að Höfðagötu 5. Húsið sem byggt er árið 1925 skemmdist mikið í bruna fyrr á árinu og er ekki talið borga sig að gera við það. Umsækjandi vill rífa og fjarlægja húsið og sökkulinn, fylla í grunninn með malarpúða og byggja á honum einnar hæðar timburhús á steyptum sökkli ca 120 m2 að stærð. Miðað er við að nýtt hús sé með risþaki og hafi því sama útlitsform og bílgeymsla sem einnig stendur á lóðinni.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir leyfi til niðurrifs hússins.

Áður en hægt er að samþykkja byggingu á nýju húsi á lóðinni þurfa að berast nánari upplýsingar m.a. um stærð þess og lögun vegna grenndarkynningar sem fram þarf að fara verði nýtt hús byggt í annarri mynd en núverandi hús.

  1. Erindi frá Skipulagsstofnun.

Erindi frá Skipulagsstofnun er varðar skipulagsskilmála varðandi grunnskóla í deiliskipulagi.

Lagt fram til kynningar.

  1. Minjastofnun Íslands.

Erindi frá Minjastofnun Íslands þar sem kynnt er að stofnunin hafi tekið til starfa 1. janúar s.l. og tekið yfir öll verkefni Fornleifaverndar og Húsafriðunarnefndar.

Lagt fram til kynningar.

  1. Önnur mál

a) Snjómokstur.

Umhverfis- og skipulagsnefnd beinir því til sveitarstjórnar að taka upp viðræður við Vegagerðina um fyrirkomulag snjómoksturs í sveitarfélaginu.

Jón Gísli Jónsson

Valgeir Örn Kristjánsson

Elfa Björk Bragadóttir

Lýður Jónsson

Gísli Gunnlaugsson

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón