A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Umhverfis- og skipulagsnefnd - 9. febrúar 2015

Fundur var haldinn i Umhverfis-og skipulagsnefnd Strandabyggðar, mánudaginn 9. febrúar 2015 kl. 17:00 á skrifstofu sveitarfélagsins. Fundinn sátu: Jóhann Björn Arngrímsson, Már Ólafsson, Ingimundur Jóhannsson, Jón Gísli Jónsson formaður, Hafdís Sturlaugsdóttir sem ritaði funargerð. Einnig sat Einar Indriðason slökkliðsstjóri.

 

Dagskrá fundarins:

 

  1. Borgarbraut 17. Erindi frá Sýslumanninum á Vestfjörðum. Óskað var eftir umsögn vegna umsókn Bjarnveigar ehf. um leyfi til íbúðargistingar á neðri hæð íbúarhússins að Borgarbraut 17.

Umhverfis-og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða íbúðargistingu. Þó verður að lagfæra skráningu þannig að tvær íbúðir verði skráðar í húsinu.

 

  1. Óbyggðanefnd. Erindi frá Óbyggðarnefnd þar sem tilkynnt er að nefndin hafi tekið til meðferðar svæði 9 sem m.a. nái yfir fyrrum Broddaneshrepp. Nefndin óskar jafnframt eftir gögnum um jarðarmörk og fleira á þessu svæði hafi sveitarfélagið slík gögn undir höndum.

Lagt fram til kynningar. Kanna þarf hvaða gögn sveitarfélagið á til um þessi mál.

 

  1. Fundargerð Ungmennaráðs. Farið yfir fundargerð Ungmennaráð frá 27. oktkóber 2014. Áður á dagskrá nefndarinnar 12. nóvember s.l.

Umhverfis og skipulagsnefnd þakkar Ungmennaráði fyrir þann áhuga sem það sýnir umhverfismálum í sveitarfélaginu. Nefndin beinir því til sveitarstjórnar að taka tillit til þessara tillagna við framkvæmdir í sveitarfélaginu.

 

  1. Önnur mál.

Komu ekki fram.

 

 

Fundi slitið kl. 18:00

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón