A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Umhverfis- og skipulagsnefnd - 5. apríl 2017

 

Fundur var haldinn í Umhverfis- og skipulagsnefnd Strandabyggðar  miðvikudaginn

5. apríl  2017,  kl. 17:00 á skrifstofu sveitarfélagsins.

Fundinn sátu:  Jón Gísli Jónsson formaður,  Jóhann Björn Arngrímsson, Már Ólafsson, Ingimundur Jóhannsson,  Einar Indriðason slökkviliðsstjóri og Gísli Gunnlaugsson byggingarfulltrúi.

 

Á dagskrá fundarins var eftirfarandi:

 

  1. Stöðuleyfi fyrir smáhýsi

Tekin fyrir að nýju ósk Borgars Þórarinssonar og Valgeirs Arnar Kristjánssonar um stöðuleyfi fyrir fjórum smáhýsum á Galdratúni við Skjaldbökuslóð.  Smáhýsin eru braggalaga í tveimur mismunandi stærðum, 15 m2 og 21 m2.  Áður á dagskrá nefndarinnar 13. mars s.l.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að veita stöðuleyfi fyrir fjórum smáhýsum á Galdratúni til eins árs.  Byggingarfulltrúa falið að ganga frá tillögu að staðsetningu smáhýsanna í samráði við umsækjendur og forráðamenn  Strandagaldurs og Strandakúnstar.

 

  1. Hafnarbraut 19

Erindi frá Sparisjóði Strandamanna, undirritað af Guðmundi B. Magnússyni, þar sem óskað er eftir heimild til að breyta útliti tveggja glugga á vesturhlið húseignarinnar að Hafnarbraut 19, neðri hæð.

Jóhann Björn Arngímsson kemur til fundar.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið með því skilyrði að löglegt björgunarop komi í annan gluggann.

 

  1. Tjaldsvæði

Kynntar hugmyndir af skiltum sem sett yrðu upp á opnum svæðum í sveitarfélaginu með ábendingum til ferðamanna um tjaldsvæði og salerni.  Um er að ræða skilti

ca. 20 x 30 eða 30 x 40 cm sem sett yrðu á staura.  Sjá nánar á meðfylgjandi myndum. 

Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að slík skilti verði útbúin og  sett upp á opnum svæðum og öðrum stöðum þar sem ferðamenn hafa viðkomu.

 

  1. Önnur mál

a)      Lóð fyrir steypustöð.

Farið yfir stöðu mála varðandi lóð fyrir steypustöð, áður rætt á síðasta fundi nefndarinnar.

 

 

 

Jón Gísli Jónsson

Jóhann Björn Arngrímsson

Már Ólafsson

Ingimundur Jóhannsson

Einar Indriðason

Gísli Gunnlaugsson

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón