A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Umhverfis- og skipulagsnefnd - 18. ágúst 2014

Fundur var haldinn í Umhverfis- og skipulagsnefnd Strandabyggðar  mánudaginn

18. ágúst  2014,  kl. 17:00 á skrifstofu sveitarfélagsins.

Fundinn sátu:  Jón Gísli Jónsson formaður, Hafdís Sturlaugsdóttir, Valgeir Örn Kristjánsson, Már Ólafsson, Jóhann Björn Arngrímsson, Einar Indriðason svökkviliðsstjóri og Gísli Gunnlaugsson byggingarfulltrúi sem ritaði fundargerð.

 

 

Á dagskrá fundarins var eftirfarandi:

 

  1. 1.      Deiliskipulag við Jakobínutún

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi íþrótta- og þjónustusvæðis við Jakobínutún (Norðurtún) dagsett 8. ágúst 2014.  Höfundur tillögunnar er Magnús H. Ólafsson arkitkekt.

 

Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulags-tillagan verði auglýst og sendi til lögbundinna umsagnaraðila.

 

  1. 2.      Stofnun lóða í landi Háa-Bakka

Umsókn frá eigendum lóðarinnar Háa-Bakka um stofnun tveggja nýrra lóða, Hái-Bakki 1 og Lyngbrekka út úr lóðinni Hái-Bakki.

 

Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að stofnun lóðanna verði samþykkt.

 

  1. 3.      Sjóvarnargarður

Umsókn frá Vegagerðinni um framkvæmdaleyfi vegna sjóvarna.  Um er að ræða lengingu á núverandi sjóvörn við Rifshaus á 105 metra löngum kafla.

Einnig óskar Vegagerðin eftir heimild til efnistöku í grjótnámu (Stekkjarhöfði) við þjóðveg hjá Víðidalsá.  Áætlað efnismagn er 1.000 m3.

 

Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að framkvæmda-leyfi vegna sjóvarna verði veitt. Einnig að Vegagerðinni verði heimiluð efnistaka.

 

 

  1. Afgreiðslur byggingarfulltrúa

a)      Strandagaldur.

Samþykkt erindi frá Strandagaldri þar sem óskað er eftir heimild til að setja upp þakskyggni yfir hluta útsvæðis Kaffi Galdurs.

 

b)     Kópnesbraut 10.

Samþykkt beiðni húseiganda um að 9.9 fermetra geymsluskúr verði skráður í fasteignaskrá.

           

                       

  1. 5.      Stækkun leikskólans

Kynntar teikningar af stækkun leikskólans við Brunngötu.

 

Erindið kynnt.

 

  1. 6.      Önnur mál

a)      Lækjartún 22.

Erindi frá Einari Indriðasyni þar sem hann óskar eftir leyfi til að byggja gróðurhús á lóðinni við Lækjartún 22.

 

Erindið samþykkt enda verði gróðurhúsið a.m.k. 3,0 metra frá lóðarmörkum.

 

 

 

 

Jón Gísli Jónsson

Hafdís Sturlaugsdóttir

Valgeir Örn Kristjánsson

Már Ólafsson

Jóhann Björn Arngrímsson

Einar Indriðason

Gísli Gunnlaugsson

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón