A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Umhverfis- og skipulagsnefnd - 13. mars 2017

Fundur var haldinn í Umhverfis- og skipulagsnefnd Strandabyggðar  mánudaginn
13. mars  2017,  kl. 17:00 á skrifstofu sveitarfélagsins.

Fundinn sátu:  Jón Gísli Jónsson formaður,  Hrafnhildur Þorsteinsdóttir, Jóhann Björn Arngrímsson, Már Ólafsson, Ingimundur Jóhannsson, Kristín Lilja Sverrisdóttir, Einar Indriðason slökkviliðsstjóri og Gísli Gunnlaugsson byggingarfulltrúi.
 
Á dagskrá fundarins var eftirfarandi:
 
  1. Stöðuleyfi fyrir smáhýsi
    Í bréfi dagsettu 9. febrúar s.l. óska Borgar Þórarinsson og Valgeir Örn Kristjánsson eftir stöðuleyfi fyrir fjórum smáhýsum á Galdratúni við Skjaldbökuslóð.  Smáhýsin eru braggalaga í tveimur mismunandi stærðum, 15 m2 og 21 m2. 

    Umhverfis- og skipulagsnefnd tekur vel í erindið en frestar afgreiðslu þess og felur byggingarfulltrúa að afla frekari upplýsinga hjá umsækjendum. 
  1. Ármúli 1
    Kynnt bréf frá Viðari Má Matthíassyni, dagsett 3. mars s.l., þar sem hann, fyrir hönd eigenda jarðarinnar Ármúli 1, lýsir þeim viðhalds- og endurbótaframkvæmdum sem nú fara fram á íbúðarhúsi jarðarinnar.  Meðfylgjandi er teikning sem sýnir húsið að loknum framkvæmdum.

    Erindið kynnt. 
  1. Lóð fyrir steypustöð
    Athuga þarf með nýja lóð fyrir steypustöð Ágústs Guðjónssonar þar sem lóð sem honum var úthlutað af sveitarfélaginu er ekki lengur í eigu þess.

    Rætt um hugsanleg svæði fyrir steypuframleiðslu á Skeiði og norð-vestan flugvallar.  Endanlegri afgreiðslu frestað.  

  2.  Brekkusel
    Tekið fyrir að nýju erindi frá Sævari Benediktssyni þar sem hann fyrir hönd Bjarnveigar ehf. sækir um leyfi til að byggja nýtt frístundahús á lóðinni við Brekkusel.

    Áður á dagskrá nefndarinnar 10. október 2016.

    Erindinu hafnað þar sem ekki liggur fyrir deiliskipulag af svæðinu. 
  1. Deiliskipulag frístundabyggðar í Skeljavík
    Kynntar þær umsagnir sem komið hafa við  tillögu að deiliskipulagi fyrir frístundabyggð í Skeljavík.

    Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir afgreiðslu athugasemda í samræmi við minnisblað skipulagsarkitekts. 
  1. Strandagaldur
    Erindi frá Sigurði Atlasyni þar sem hann f.h. Strandagaldurs ses, óskar eftir leyfi til að stækka eldhús út í útiveitingasvæði við Höfðagötu 8.  Um er að ræða 12 m2 stækkun byggða úr steinullareiningum.

    Erindið samþykkt. 
  1. Melgraseyri
    Sveinn Logi Sölvason óskar eftir, fyrir hönd Melgraseyrar ehf., leyfi til að gera breytingar á íbúðarhúsinu að Melgraseyri.  Breytingarnar felast m.a. í að allir gluggar verða endurnýjaðir, kvistur settur á þakið, húsið einangrað og klætt að utan.  Einnig verða breytingar á herbergjastærðum innanhúss.

    Umhverfis- og skipulagsnefnd getur fallist á umbeðnar breytingar en leggur þó áherslu á að samræmi verði í póstasetningu glugga.  Aðalteikningar ásamt skráningartöflu skal berast til byggingarfulltrúa áður en framkvæmdir hefjast. 
  1. Önnur mál
    a)      Minjastofnun.
    Kynnt bréf frá Minjastofnun er varðar skráningu fornminja á þeim svæðum sem fyrirhugað er að leggja ljósleiðara.
 
 
Jón Gísli Jónsson
Jóhann Björn Arngrímsson
Hrafnhildur Þorsteinsdóttir
Már Ólafsson
Ingimundur Jóhannsson
Kristín Lilja Sverrisdóttir
Einar Indriðason
Gísli Gunnlaugsson

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón