A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Umhhverfis- og skipulagsnefnd, 15. janúar 2020

Fundargerð
Fundur haldinn í umhverfis- og skipulagsnefnd Strandabyggðar  miðvikudaginn
15.janúar 2020 kl. 16.00  í Hnyðju. Eftirtaldir nefndarmenn mættu á fundinn Hafdís Sturlaugsdóttir (yfirgaf fundin 16.30), Jóhann Björn Arngrímsson, Ágúst Helgi Sigurðsson, Ragnheiður H. Gunnarsdóttir og Aðalbjörg S. Sigurvaldadóttir. Einnig mætti Valdimar Kolka Eiríksson sem áheyrnarfulltrúi Ungmennaráðs.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
1. Broddanes – stofnun lóðar
2. Hrófberg
3. Bílastæði á Skeiði
4. Orkubú Vestfjarða – gasolíutankur
5. Kolefnisjöfnun sveitarfélaga
6. Jarðgerð lífræns úrgangs
7. Heildarendurskoðun á Aðalskipulagi Strandabyggðar- drög
8. önnur mál

Þá er gengið til dagskrár:
1. Broddanes, nefndin leggur til að stofnun lóðar verði samþykkt.
2. Hrófberg, nefndin leggur til að erindið verði samþykkt þegar búið er að skila inn fullnægjandi gögnum.
3. Bílastæði á Skeiði, nánari skilgreiningu þarf á ábyrgð sveitarfélagsins þegar taka á gjald fyrir stæði, hvernig vöktun yrði háttað á svæðinu, rafræn eða ? Varðandi 5 lið vanefning á samningi vantar nárnari skýringar hvert farið verður með tækið og hvort ekki sé hentugra að beita dagsektum. Nefndin leggur til að stæðin verði gjaldfrjáls til reynslu í eitt ár.
4. Orkubú Vestfjarða, nefndin leggur til að erindið verði samþykkt.
5. Kolefnisjöfnun sveitarfélaga, nefndin leggur til að vera samstarfsaðili Náttúrustofu Vestfjarða að umsókn í Loftslagssjóð til fræðslu til íbúa sveitarfélagsins. Nefndin vill til að draga úr kolefnislosun gæti verið hentugt að kanna með áhuga á hvort einhverjir myndu vilja nýta sér almenningssamgöngur innan sveitarfélagsins.
6. Jarðgerð lífræns úrgangs, nefndin skorar á sveitarstjórn að sæki um í Loftslagssjóð til jarðgerðar á lífrænum úrgangi.
7. Heildarendurskoðun á Aðalskipulagi Strandabyggðar- drög, nefndin bendir á nokkur atriði sem ekki eiga við og þarf að lagfæra. Óskar nefndin eftir að afgreiða drögin nánar á næsta fundi nefndarinnar.
8. Önnur mál

Fundi slitið 17.42

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón