A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Byggingar-, umferðar- og skipulagsnefnd - 9. mars 2010

 

Þriðjudaginn 9. mars 2010 var haldinn fundur í byggingar-, umferðar- og skipulagsnefnd Strandabyggðar.  Fundurinn var haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins og hófst hann kl.17:00.  Mættir voru Jóhann L. Jónsson, Snorri Jónsson, Þórólfur Guðjónsson, Ingibjörg Emilsdóttir og Már Ólafsson varamaður.  Einnig sat fundinn Einar Indriðason slökkviliðsstjóri og Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð. 

 

Fyrir fundinum lá eftirfarandi dagskrá.

 

  • 1. Beiðni um breytingu á húsnæði að Hafnarbraut 22.
  • 2. Beiðni um að steypa stétt fyrir framan gáma.
  • 3. Tillaga um gjaldskrá fyrir gámasvæði.
  • 4. Önnur mál.

 

Þá var gengið til dagskrár.

 

  • 1. Beiðni um breytingu á húsnæði að Hafnarbraut 22. Borist hefur beiðni frá Daníel Ingimundarsyni um að fá að breyta húsnæðinu að Hafnarbraut 22 með því að setja hurð og verönd við efri hæðina að sunnanverðu ásamt utanáliggjandi stiga frá verönd og niður með austurhlið hússins. Samþykkt var samhljóða að verða við erindinu með þeim skilyrðum að skilað verði inn fullnægjandi teikningum þar sem m.a. kemur fram burðarþol þaks þar sem verönd verður. Þá skal tekið fram að samkvæmt aðalskipulagi sem enn er í vinnslu er gert ráð fyrir að vegur liggi þar sem Hafnarbraut 22 er og því á ábyrgð eiganda allur kostnaður vegna breytinga á húsnæðinu þar með.
  • 2. Beiðni um að steypa stétt fyrir framan gáma. Borist hefur beiðni frá Bryndísi Sigurðardóttur og Ingvari Péturssyni um að fá að steypa stétt fyrir framan beitningargáma Hlakkar ehf. Jóhann L. Jónsson vék af fundi. Samþykkt var samhljóða að verða við erindinu. Jóhann L. Jónsson kom aftur inn á fund.
  • 3. Tillaga um gjaldskrá fyrir gámasvæði. Lögð er fram til samþykktar tillaga að gjaldskrá fyrir gámasvæði í Strandabyggð. Tillagan er samþykkt samhljóða.
  • 4. Önnur mál. Jóhann L. Jónsson víkur af fundi. Borist hefur erindi frá Jóhanni L. Jónssyni um leyfi til að breyta opnanlegum gluggum að Vesturtúni 2 samkvæmt meðfylgjandi teikningum. Erindið er samþykkt samhljóða. Þá kom umsókn frá Jóhanni L. Jónssyni um lóð undir fiskhjall í Skothúsvík. Umsóknin er samþykkt samhljóða og starfsmönnum áhaldahúss falið að stika út lóðina. Jóhann L. Jónsson kom aftur á fundi. Þá greindi sveitarstjóri frá því að mikil óánægja er hjá einum leigutaka í Skothúsvíkinni með útsent bréf vegna fyrirhugaðar tiltektar í Skothúsvík þar sem ekki virðist vera gert ráð fyrir því að fólk í útgerð þurfi vinnusvæði og auk þess að ekki sé hægt að koma öllu fyrir í gámum. Snorri Jónsson ræddi einnig um skort á geymslusvæði fyrir alls kyns dót. Samþykkt var að kanna hvort hægt væri að gera geymslusvæði í gryfjunni í Skothúsvíkinni og leggja tillöguna fyrir nefndina. Þá vill Jóhann láta bóka að frágangur vegna spennistöðvar við Borgabraut sé ekki fullnægjandi né í samræmi við umsókn Orkubúsins. Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og hún samþykkt. Fundi slitið kl. 18:55.

 

 

Jóhann L. Jónsson  (sign)  Snorri Jónsson  (sign)  Þórólfur Guðjónsson  (sign)  Már Ólafsson    (sign)   Ingibjörg Emilsdóttir (sign)   Einar Indriðason  (sign)    Ásdís Leifsdóttir   (sign)

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón