A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Byggingar-, umferđar- og skipulagsnefnd - 28. ág. 2008

Fimmtudaginn 28. ágúst var haldinn fundur í Byggingar-, umferðar- og skipulagsnefnd Strandabyggðar á skrifstofu sveitarfélagsins og hófst hann kl. 17:00. Mættir voru Jóhann L. Jónsson, Snorri Jónsson, Hannes Leifsson og Þórólfur Guðjónsson. Einnig sátu fundinn Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri og Einar Indriðason slökkviliðsstjóri. Fyrir fundinum lá eftirfarandi dagskrá.

1. Styrking og samtenging rafdreifikerfis í Ísafjarðardjúpi.
2. Önnur mál.

Þá var gengið til dagskrár.

1. Styrking og samtenging rafdreifiskerfis í Ísafjarðardjúpi.  
Borist hefur erindi frá Orkubúi Vestfjarða um að leggja streng frá Hátungum að Nauteyri til að samtengja rafdreifikerfið úr Ísafjarðardjúpi við kerfið á Hólmavík og setja þrjár jarðspennistöðvar á leiðinni. Samþykkt var samhljóða að verða við erindinu.

2. Önnur mál. 
Samþykkt var að ítreka beiðni til Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða um að settir verði miðar í ónýtar bifreiðar þar sem óskað er eftir því að þær verði fjarlægðar innan ákveðins tíma, að öðrum kosti verði þær fjarlægðar af sveitarfélaginu á kostnað eiganda. 

Þá er ítrekuð beiðni um að gengið verði frá svæðinu þar sem olíutankarnir stóðu hið fyrsta og sveitarstjóra falið að sjá til þess að það verði gert.  

Einnig er áréttað að sett verði upp skilti hið fyrsta sem sýnir að óheimilt er að leggja stórum bifreiðum innanbæjar.

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og hún samþykkt og fundi slitið kl. 18:00.

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón