A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Bygginga-, umferđar- og skipulagsnefnd - 19. maí 2011

Fundur var haldinn í Byggingar-, umhverfis- og skipulagsnefnd Strandabyggðar fimmtudaginn 19. maí kl. 18:00 á skrifstofu sveitarfélagsins. Mættir voru Valgeir Örn Kristjánsson, Rósmundur Númason, Jóhann Jónsson, Ingimundur Jóhannsson og Þorsteinn Paul Newton.

 

Á dagskrá fundarins var eftirfarandi:


1. Umsókn um bygginarlóð, erindi frá Arijus Dirmeikis og Guðríði Nönnu Magnúsdóttur, dags. 11. maí 2011
2. Umsókn um leigulóð undir steypustöð Ágústar Guðjónssonar, dags. 10. maí 2011
3. Niðurrif fasteignar að Fremri Bakka í Strandabyggð
4. Uppsetning Útilistaverk eftir Einar Hákonarson, staðsetning á Hólmavík
5. Önnur mál

 
a. Leyfi til að reisa lítið gróðurhús á lóðinni við Bröttugötu 2
b. Stækkanir lóða við Höfðagötu 3b og Norðurfjöru
c. Breytingar og endurbætur við Hafnarbraut 14

 

Þá var gengið til dagskrár.

 

1. Umsókn um bygginarlóð, erindi frá Arijus Dirmeikis og Guðríði Nönnu Magnúsdóttur, dags. 11. maí 2011

 

Nefndin leggur til að umsækjendur skoði lóðina að Lækjartúni 9 og Miðtún 9.


2. Umsókn um leigulóð undir steypustöð Ágústar Guðjónssonar, dags. 10. maí 2011

 

Nefndin leggur til að skoðað verði lóð handa Ágústi uppá skeiði í reit A2.


3. Niðurrif fasteignar að Fremri Bakka í Strandabyggð

 

Nefndin leggur til að samþykkt verði að leyfa rífa umrædda byggingu.


4. Uppsetning Útilistaverk eftir Einar Hákonarson, staðsetning á Hólmavík

 

Nefndin leggur til að skoðað verði að staðsetja listaverkið nær klifstúni, niður við veg.  nefndin telur að það nái ekki að njóta sín, þar sem gömlu ólíu tankarnir stóðu. Nefndin óskar eftir að sjá myndir af listaverkinu uppsettu.


5. Önnur mál

  
a. Leyfi til að reisa lítið gróðurhús á lóðinni við Bröttugötu 2

      
Ingimundur vék af fundi.

Nefndin samþykkir umrædda byggingu.


b. Stækkanir lóða við Höfðagötu 3b og Norðurfjöru


Þorsteinn og Rósmundur víkja af fundi. nefndin samþykkir stækkun á lóð milli hleinar og sláturshús, sem og stækkun milli Helga Ingimundar og sláturshússins með fyrirvara um að lóðareigendur samþykki stækkunina. nefndin samþykkir stækkun út að Höfðagötu með fyrirvara um að lóðarhafar samþykki stækkunina og umsögn björgunarsveitar um aðgengi hennar þar. 

 

c. Breytingar og endurbætur við Hafnarbraut 14

 

Jóhann vék af fundi. Nefndin samþykkir fyrirhugaðar breytingar með fyrirvara um að breytingin á húsinu sé í samræmi við reglur um brunavarnir.

 

Fleiri mál voru ekki tekin fyrir. Fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundin slitið klukkan 19:45

 

Valgeir Örn Kristjánsson (sign)

Ingimundur Jóhannsson (sign)

Jóhann L. Jónsson (sign)

Rósmundur Númasson (sign)

Þorsteinn Paul Newton (sign)

ATH: Fundargerðin var tekin fyrir á fundi sveitarstjórnar 24. maí 2011.

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón