A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Landbúnađar- og dreifbýlisnefnd - 2. maí 2011

Fundur var  haldinn í Landbúnaðar- og dreifbýlisnefnd Strandabyggðar mánudaginn 2. maí 2011,  kl. 17:00 á skrifstofu sveitarfélagsins. Á fundinn mættu,Jón Stefánsson, Dagrún Magnúsdóttir,Magnús Sveinsson,Marta Sigvaldadóttir

 

Þá var gengið til dagskrár:

 

1. Drög að reglum um refa- og minkaveiðar

2. Fjallskilasamþykkt

3. Staðardagskrá Strandabyggðar

4. Önnur mál

 

 

1. Nefndin fór yfir drög að reglum um refa-og minkaveiðar.


Nefnin leggur til að eftirtaldir veiðimenn verði ráðnir:

Indriði Aðalseinsson Mórilla/Ísafjarðará.

 

Marta vék af fundi.

Magnús Steingrímsson Selá/Grjótá

Marta mætir á fund.

 

Þorvaldur Garðar Helgason/Sigurður Marinó þorvaldsson  Grjótá/Hrófá Ennisháls/Þambárvellir.

 

Jón og Magnús viku af fundi.

Ragnar Bragason/Torfi Halldórsson   Hrófá/Ennisháls.

Magnús Sveinsson þambárvellir.

Jón og Magnús mæta á fund.

 

Lagt var til að greitt verði fyrið 15 hlaupadýr á ári, og að kvótaárið verði 1. september ár hvert, einnig leggur nefndin til að greni verði ekki yfirgefin fyrr enn að búið sé að vinna alla hvolpa og annað dýrið eða bæði dýrin.

 

Sveitastjóri ákveður þá daga hvenær verði tekið á móti skottum.

 

Samþykkt samhljóða.

 

2. Fjallskilasamþykkt.

 

Lagt var til að fjallskilasamþykkt fyrir Strandasýsluverði felld úr gildi og áfram verið unnið að Fjallskilasamþykkt fyrir Sveitafélög á Vestfjörðum sem hefur verið unnið að undanfarið.

 

3. Staðardagskrá Strandabyggðar.

 

Landbúnaður:

 

Áfram verði unnið að öflugri sauðfjárrækt í Strandabyggð.

 

Unnið verði áfram að halda  svæðinu hreinu gagnvart sauðfjársjúkdómum vegna líflambasölu og kjötmarkaðar erlendis  T.D. Noregi.

 

Lagt var til að liðir á blaðsíðu 18. liðir nr. 2 og 3 verði teknir út,

einnig verði tekið út af blaðsíðu. 16   3. liður hann á ekki við í dag.

 

Fráveitumál:

 

Ástand fráveitna til sveita er víðast hvar í slöku ástandi. Rotþrær eru komnar á alla bæi,en siturlagnir eru ekki til staðar víðast hvar.

 

Önnur mál:

 

Nefndin leggur til að sveitarfélagið sækji um styrk vegna aukins kostnaðar v/ágangs refa frá friðlandi á Hornströndum.

 

Fundargerð lesin upp og samþykkt og fundi slitið.

Jón Stefánsson (sign)
Dagrún Magnúsdóttir (sign)
Magnús Sveinsson (sign)
Marta Sigvaldadóttir (sign)

 

ATH: Fundargerðin var tekin fyrir á fundi sveitarstjórnar 3. maí 2011.

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón