A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Landbúnaðar- og dreibýlisnefnd - 24. október 2011

Fundur var haldinn í Landbúnaðar og dreifbýlisnefnd Strandabyggðar mánudaginn 24. október  2011 kl. 17:00 á þriðju hæð í Þróunarsetrinu að Höfðagötu 3.  Mættir voru Jón Stefánsson, Marta Sigvaldadóttir, Magnús Sveinsson, Viðar Guðmundsson og Dagrún Magnúsdóttir. Formaður setti fundinn og stjórnaði honum, Dagrún  ritaði fundargerð.  

 

Fundarefni:

 

1. Tillaga að breytingu á nefndarfyrirkomulagi í Strandabyggð.

2. Skipun í starfshóp um reglur um refa- og minkaveiði í Strandabyggð.

3. Greiðsla fyrir grenjavinnslu og vetrarveiði, erindi frá Jóni Halldórssyni.

4. Önnur mál. 

 

1. Tillaga að breytingu á nefndarfyrirkomulagi í Strandabyggð.

Nefnin mótmælir harðlega sameiningu Landbúnaðar og dreifbýlisnefndar og Atvinnumála og hafnarnefndar. Nefndin telur að með þessu minnki vægi dreifbýlismála í nefndaskipulaginu og landbúnaðar og dreifbýlismál yrðu afgangstærð í nýrri sameinaðri nefnd.   Hinsvegar styður nefndin að sveitarstjórnarmaður verði í hverri nefnd en þó telur nefndin ekki nauðsynlegt að sveitarstjórnarmenn verði skikkaðir formenn nefnda.


2. Skipun í starfshóp um reglur um refa- og minkaveiði í Strandabyggð.

Nefndin tlilnefnir Jón Stefánsson, Mörtu Sigvaldadóttur og Viðar Guðmundsson.


3. Greiðsla fyrir grenjavinnslu og vetrarveiði, erindi frá Jóni Halldórssyni.

Erindinu var frestað þangað til tillögur starfshóps um refa og minnkaveiðar í Strandabyggð liggja fyrir.


4. Önnur mál.

Nefndin ítrekar fyrri áliktun um stækkun skólabíls fyrir suðursvæðið.

Nefndin leggur til að sveitarstjórn  ítreki við Vegagerðina að upplýsingar um færð á vegum sem skólabílar fara um birtist áður en skólabílar þurfa að fara af stað á morgnana.

 

 

Fleira ekki tekið fyrir fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 18.50

Jón Stefánsson (sign)

Marta Sigvaldadóttir (sign)

Magnús Sveinsson (sign)

Viðar Guðmundsson (sign)

Dagrún Magnúsdóttir (sign)

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón