A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Atvinnumálanefnd - 5. mars 2008

Fundur haldinn í atvinnumálanefnd Strandabyggðar miðvikudaginn 5. mars 2008 kl. 17:00 á skrifstofu sveitarfélagsins. Gunnlaugur Sighvatsson setti fundinn og stjórnaði honum en aðrir fundarmenn voru Lára G. Agnarsdóttir (ritari), Þorsteinn Sigfússon, Ásta Þórisdóttir og Eysteinn Gunnarsson.  Einnig sat fundinn Ragnhildur Helga Jónsdóttir. 

Eftirfarandi dagskrá lá fyrir fundinum:


1. Staðardagskrá 21
2. Staða Arnkötluvekefnis
3. Önnur mál


Þá var gengið til dagskrár.


1. Staðardagskrá 21
Ragnhildur Helga viðraði hugmyndir Staðardagskrár 21 um að unnið yrði áfram með hugmyndir sem komu fram á íbúðarfundi sem haldinn var síðast liðið vor. Atvinnumálanefnd myndi starfa með þá þætti sem snýr að atvinnumálum. Rætt var um stöðu sjávarútvegsins og smábátaútgerðarinnar. Gunnlaugur sagði frá hugmyndavinnu Vestfjarðarnefndar um kræklingarækt og hefur verið reynt aðeins á Drangsnesi. Athuga mætti meiri vinnslu með grásleppu. Hugmyndir um kítinvinnslu eru ennþá uppi á borðinu. Hugmyndir eru um að aukning verði á afköstum Hólmadrangs á næstu árum. Spurning kom upp hvort að ekki væri hægt að fullvinna meira fisk- og rækjuafurðir á staðnum.

Staða landbúnaðar hefur verið sú að býlum hefur verið að fækka en á móti hafa nokkrir bændur verið að stækka við sig. Nokkrir bændur hafa verið með sérhæfða framleiðslu sem er afrakstur Vaxtarsprotaverkefnis sem fór af stað á síðastliðnu ári s.s. vinnsla með ærkjöt, berjasulta og ræktun plöntusprota. Verkefnið Beint frá býli er eitthvað sem verið er að vinna að á nokkrum stöðum.

Í þjónustugreinum mætti horfa til aukinni þjónustu við ferðamenn, flutningabílamiðstöð þar sem er aðstaða fyrir bílstjóra t.d. við flugvöllinn og fl. Kalla þarf eftir niðurstöðu verkefnavinnu varðandi ferðaþjónustu frá Viktoríu.
 
2. Staða Arnkötluverkefnis
Gunnlaugur tók þátt í stefnumótun Arnkötluverkefnisins á vordögum og sagði að umræðan væru mest náttúrutengd og menningatengd verkefni. Tengsl manns og náttúru og kemur þá inn á þá þætti sem snýst m.a. að  matarmenningu. Einnig hefði niðurstaðan verið sú að mikilvægt væri að fólk finndi samhljóm um samvinnu gagnvart þeim sveitafélögum sem við komum til með að tengjast.
  
3. Önnur mál
Gunnlaugur sagði að þar sem hann væri að flytja af svæðinu þá myndi hann segja af sér formennsku nefndarinnar. Opnun vegar yfir Arnkötludal býður upp á marga möguleika og verðum við að vera vakandi fyrir tækifærum. Lýst var yfir áhyggjum vegna styttum opnunartíma Kaupþings á Hólmavík, Þar sem störf töpuðust af svæðinu. 


Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og hún samþykkt. Fundi slitið kl. 19:20.

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón