A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Atvinnu-dreifbýlis- og hafnarnefnd - 9. ágúst 2018

Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd – 9. águst 2018

Fundur var haldinn í Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd Strandabyggðar fimmtudaginn 9. ágúst 2018, kl. 20:00, í Hnyðju, Höfðagötu 3 á Hólmavík.

Til fundarins voru boðaðir fulltrúar ADH nefndar.

Mættir fundarmenn:  Guðfinna Lára Hávarðardóttir, Viktoría Rán Ólafsdóttir, Sverrir Guðmundsson, Barbara Guðbjartsdóttir, Pétur Matthíasson.  Fundarritari Þorgeir Pálsson.

Fundardagskrá er svohljóðandi:

 1. Atvinnumálastefna Strandabyggðar
 2. Leitarseðill Strandabyggðar 2018
 3. Ósk starfsfólks Þróunarseturs um fund með Atvinnu, dreifbýlis og hafnarnefnd
 4. Sameiginleg stefna Strandabyggðar á kjörtímabilinu 2018-2022
 5. Eftirlit á höfninni
 6. Önnur mál.

 

 1. Atvinnumálastefna Strandabyggðar:  Er ekki til staðar.  Rætt um að ADH óski eftir vinnu við gerð slíkrar stefnu hjá Vestfjarðastofu.  Rætt um að gera sambærilega stefnu og tíðkast í öðrum sveitarfélögum, með skýrum og tímasettum markmiðum og verkefna-/aðgerðarlista.   Nefndin komi með sínar áherslur í þá vinnu.  Mikilvægt að skilgreina og kynna tækifæri á svæðinu í núverandi og nýjum atvinnugreinum.  Greina hvaða innviði sveitarfélagið hefði að bjóða hugsanlegum fjárfestum/nýjum fyrirtækjum/atvinnurekendum.  Þessi vinna gæti tengst ósk starfsfólks þróunarseturs, sbr lið 3. Æskilegt að tengja þetta saman og nýta innri mannauð. Þessi vinna fæli í sér íbúafundi, nefndarvinnu og samráð við fulltrúa atvinnulífs og íbúa. Mikilvægt að skilgreina vel ramma vinnunnar.  Rætt um hættumerki í samsetningu íbúa og rætt um „gat“ meðal vissra aldurshópa.  Einnig rætt um aldur stjórnenda á svæðinu sem viðheldur „gatinu“ og kemur í veg fyrir nýliðun meðal stjórnenda.  Mikilvægt að ná til barnafólks, yngra fólks.  Mikilvægt að hafa trú á svæðinu og segja frá gæðum þess og þjónustuframboði.  Horfa til framtíðar og setja markmið um ímynd sem þjónustukjarni. Rætt um aukna samvinnu/sameiningu við önnur sveitarfélög og þá spurningu hvar þjónusta yrði staðsett í sameinuðu sveitarfélagi  í framtíðinni.  Rætt um  mikilvægi nefndarinnar og formlegt hlutverk hennar. m.a. hversu oft hún á að funda (4. fundir). Hlutverk nefndarinnar er óljóst og þarf að skilgreina. Fundarmenn ræddu markaðssetningu Strandabyggðar, gerð kynningarefnis og eflingu atvinnuþróunar.  Einnig þörfina fyrir viðburðardagatal. Hugsanlega væri þetta grunnur að nýju stöðugildi innan Strandabyggðar.

Ástand atvinnumála sveitarfélagsins er þannig að það kallar á forgang og aðgerðir.  Hugsanlega umfram vinnu við vænleikakönnun á hitaveitu.  Hitaveita gæti hins vegar dregið að vissan iðnað, en það tekur tíma.

Rætt um aðstöðu við höfnina og hvort höfnin geti boðið eða tekið við stærri bátum.  Bryggjupláss er nægt (eins og er) en dýpi ekki nægilegt. Dæmi um að bátar strandi.  Þetta hefur verið rætt í gegnum tíðina við Siglingamálastofnun, án árangurs/skilnings á vandanum.

Næstu skref: Nefndin beinir því til sveitarstjórnar að leggja í gerð atvinnumálastefnu.  Jafnframt er óskað eftir aðkomu nefndarmanna við gerð atvinnumálastefnunnar.

 

 1. Leitarseðill Strandabyggðar 2018: Rætt um tímasetningu leita. Fyrstu leitir skráðar 8-9 september. Reykhólasveit óskar eftir samvinnu við leitir 8. september.  Skynsamlegt að ræða framkvæmd leita, t.d. í nóvember 2018.  Ójafnvægi í mannfjölda í leitum milli svæða er til staðar.  Bent var á að Leitarstjórar geta fært til menn til að mæta því ójafnvægi.  Að auki er auðveldara að sækja fé á vissum svæðum en öðrum.  Verklag er til um svæði sem eru að detta úr byggð og vísaði formaður í reglur (Fjallaskilasamþykkt fyrir Strandasýslu) þar að lútandi.  Fjallskilareglur eru mjög mismunandi eftir svæðum.

Næstu skref:  Drög að leitarseðli liggja fyrir.  Fulltrúar nefndarinnar fóru yfir drögin og gerðu athugasemdir.  Sveitarstjóra verði falið að ganga frá Fjallskilaseðli fyrir 2018.  Stefnt er að fundi með hagsmunaaðilum í nóvember.  Sveitarstjóra falið að boða til fundarins í samráði við formann nefndarinnar.

 

 1. Ósk starfsfólks Þróunarseturs um fund með Atvinnu, dreifbýlis og hafnarnefnd: Samþykkt að verða við þeirri ósk.

Næstu skref: Sveitarstjóra falið að boða til fundarins með tímasetningu og dagskrá, í samráði við formann nefndarinnar.

 

 1. Sameiginleg stefna Strandabyggðar á kjörtímabilinu 2018-2022:  Sveitarstjórn (aðal- og varamenn) vill gera sameiginlega stefnu eða starfsáætlun.  Sú áætlun þarf að liggja fyrir áður en fjárhagsáætlun liggur fyrir.  Nefndinni boðin aðkoma að þessari vinnu og því var rætt um að móta og skila tillögum til sveitarstjórnar.  Hlutverk nefndarinnar kom aftur til umræðu og hvaða sýn og áherslur nefndin hefði til atvinnuþróunar.  Rætt um stærð og umang fyrirtækja og forsendur tekjuöflunar sveitarfélagsins.

Næstu skref: Nefndin móti tillögur tengdar atvinnumálum og setji fram tímasetta forgangsröðun þeirra.  Nefndin telur einsýnt að hittast á sérstökum vinnufundi í þessum tilgangi og er lagður til fundur þriðjudaginn 21. ágúst, kl 20.

 

 1. Eftirlit á höfninni: Framundan heimsókn fulltrúa söluaðila á upptökuvélum, sem settar yrðu upp m.a. við höfnina.  Rætt um þá hættu sem skapast oft á bryggjunni þegar bátarnir landa, þar sem ferðamenn ganga um og fylgjast með.  Eins var rætt um að stýra betur umferð ferðamanna sem fara í hvalaskoðun og takmarka með því ráf og óviðkomandi umferð við höfnina, auk þess að skilgreina betur bíðastæði fyrir ferðamenn.  Rætt um að upptökutæki nái einnig til þessa svæðis.

Næstu skref: Nefndin beinir því til sveitarstjórnar að endurskoða öryggismál við höfnina almennt, þar með talið að kaupa eftirlitsmyndavélar sem spanna allt hafnarsvæðið.  Auk þess að ræða við ferðaþjónustuaðila um skipulag umferðar við höfnina.

 

 1. Önnur mál:  Nefndin beinir því til sveitarstjórnar að sækja formlega um dýpkun hafnarinnar til Siglingamálastofunar.

 

Fleira ekki rætt.  Fundi slitið kl: 22.40.

 

 

 

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón