A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd - 25. ágúst 2014

Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd

Fundargerð

 

Fundur var haldinn í Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd Strandabyggðar mánudaginn 25. ágúst 2014, kl. 16:00, í Hnyðju, Höfðagötu 3, Hólmavík. Mættir voru Haraldur V. A. Jónsson, Bryndís Sveinsdóttir, Guðrún Elínborg Þorvaldsdóttir og Jóhann Lárus Jónsson. Andrea Jónsdóttir ritaði fundargerð.

 

Fundardagskrá var svohljóðandi:

 

  1. Fjallskilaseðill Strandabyggðar 2014

    Fyrir fundinum láu drög að fjallskilaseðli 2014 og opinberar búfjártölur 2013 – 2014 í Strandabyggð frá MAST.

    Drög að fjallskilaseðli 2014 samþykkt með gerðum breytingum. Formanni Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefndar falið að ljúka við gerð fjallskilaseðils 2014 og senda hann til hlutaðeigandi aðila.
  2. Önnur mál

    1. Rætt var um að efna til fundar með sauðfjárbændum í Strandabyggð til að ræða viðhald og endurbætur á fjárréttum í sveitarfélaginu á fyrsta ársfjórðungi 2015.
    2. Lagt er til að send verði  áskorun á MAST um að fjarlægja þær mæðuveikisgirðingar sem lagðar hafa verið niður og að staðið verði við að viðhalda og bæta sauðfjárveikivarnagirðingar sem eiga að standa.
    3. Því er beint til sveitarstjórnar að malbika þurfi svæði í kringum hafnarvog og Skjaldbökuslóð vegna aukinna umsvifa og hreinlætis við höfnina.

 

 

Fundi var slitið kl. 18:15

 

 

Haraldur V. A. Jónsson
Bryndís Sveinsdóttir

Guðrún Elínborg Þorvaldsdóttir

Jóhann Lárus Jónsson

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón