A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Texti - Á jólanóttu

Bragi Ţór Valsson | 09. nóvember 2022

Á jólanóttu var sveinbarn borið, í Betlehem, í þennan heim.
Jatan var barninu besta vagga og bros skein úr andlitum tveim.
Jósef og Maríu, móður og föður, mikil var ánægjan hjá.
Barnið veitti þeim björtustu gleði og birtu lagði þau á. 

Í Austurlöndum vitringar voru sem vissu að forðum var skráð:
„Stjarna mun lýsa frá himni á hann sem hafið þið lengi þráð“.
Til Jarðarbúa frá himni háum horfði stjarnanna gnótt.
Ein var björtust og barninu sendi‘ún birtu á jólanótt. 


Englarnir sögðu: „Frelsari‘ er fæddur sem frið boðar skaparans hjörð.
Guð hefur gefið oss sinn eigin son að sætta allt fólkið á jörð.“
Við hirðana sögðu þeir „Hræðist það ei þótt hörfi burt myrkrið svo skjótt.
Guð og englarnir yfir vaka öllum á jólanótt.“
Við hirðana sögðu þeir „Hræðist það ei þótt hörfi burt myrkrið svo skjótt.
Guð og englarnir yfir vaka öllum á jólanótt.“

Texti - Mín fullvalda ţjóđ

Bragi Ţór Valsson | 05. október 2022
Þar sem fjöllin og dalirnir fagna
og fjólan í lynginu grær,
þar sem freyðandi fossarnir magna
þá fold sem er himnesk og tær,
þar sem vindar að vetrinum þagna
er vaknar hinn blíðasti blær,
þar sem vindar að vetrinum þagna
er vaknar hinn blíðasti blær

þar lifir í friði mín fullvalda þjóð
hjá flöktandi eldi og logandi glóð,
þar rennur í æðum hið íslenska blóð,
þar iðar hin brennandi þrá.
Þar lifir í friði mín fullvalda þjóð
sem fegurstu minningar á.

Þar sem sólin fær sigið til viðar
og sofnar við blómanna krans,
þar sem stórfljót að ströndinni niðar
og stefnir í öldunnar fans,
þar sem nóttin í næðingi iðar
er norðurljós stíga sinn dans,
þar sem nóttin í næðingi iðar
er norðurljós stíga sinn dans

þar lifir í friði mín fullvalda þjóð
hjá flöktandi eldi og logandi glóð,
þar rennur í æðum hið íslenska blóð,
þar iðar hin brennandi þrá.
Þar lifir í friði mín fullvalda þjóð
sem fegurstu minningar á.

Þar lifir í friði mín fullvalda þjóð
hjá flöktandi eldi og logandi glóð,
þar rennur í æðum hið íslenska blóð,
þar iðar hin brennandi þrá.
Þar lifir í friði mín fullvalda þjóð
sem fegurstu minningar á.

Texti: Kristján Hreinsson
Eldri fćrslur

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón