Valmynd

Fréttir

Dagskrá sunnudaginn 20. mars

| 20. mars 2016

Sunnudagurinn 20. mars

Gullkornaganga

Hafnarbraut

10:00 Barnalist

Kaupfélagi Steingrímsfjarðar Hólmavík

11:00 Leikskólaleikrit

Hólmavíkurkirkju
Börn úr leikskólanum Lækjarbrekku á Hólmavík munu taka nokkur lög í Hólmavíkurkirkju.

14:00 Ballið á Bessastöðum

Félagsheimilinu Hólmavík

17:00 Kaffikvörn

Sauðfjársetrinu
Skemmtilegur leikur fyrir fjölskylduna þar sem allir geta skemmt sér saman.

Áttundi dagur Barnamenningarhátíđar Vestfjarđa

| 20. mars 2016

Nú er yndislegum degi lokið og hátíðin okkar senn að líka að lokum.

Dagurinn byrjaði á brunch hjá Café Riis og Festivalinu Húllumhæ. Festivalið var vel sótt og áttum við gleðilega stund saman. Töframaðurinn Jón Víðis sýndi listir sínar ásamt börnunum okkar og eftir því sagði Ásta Þórisdóttir formaður Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar nokkur vel valin orð um fyrstu Barnamenningarhátíð Vestfjarða.

Karen Ösp og Sigurbjörg Halldóra sungu lag úr barna- og fjölskyldusöngleiknum Horn á höfði og nemendur úr tónskólanum á Hólmavík spiluðu þrjú lög fyrir okkur. Hátíðin endaði á því að sigurvegarinn í teiknisamkeppninni var tilkynntur og var það Aðalheiður Ísmey Davíðsdóttir nemandi í 1. bekk sem hreppti vinninginn.

Fjölskyldugleði var haldin í sundlaug Hólmavíkur og syngjandi konur á vesturlandi héldu tónleika í Hólmavíkurkirkju ásamt Kristjönu Stefánsdóttur. Dagskrá dagsins endaði svo í Fjósinu ungmennahúsinu þar sem var haldið LAN.

Á næstu dögum munu koma inn myndir frá viðburðunum.

Dagskrá laugardaginn 18. mars

| 18. mars 2016

Laugardagurinn 19. mars

Gullkornaganga

Hafnarbraut

10:00 Barnalist

Kaupfélagi Steingrímsfjarðar Hólmavík

12:00 Festivalið Húllumhæ

Félagsheimilinu Hólmavík
Töframaðurinn Jón Víðis verður með töfrasýningu.
Söngatriði úr barna- og fjölskyldusöngleiknum Horn á höfði flutt af Sigurbjörgu Halldóru og Karen Ösp.
Tónlistaratriði frá tónlistarskólanum á Hólmavík.
Það verður heitt á könnunni og hægt verður að glugga í Auðbók.

14:30 Fjölskyldugleði

Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík
Öllum leiktækjum verður tjaldað, spiluð tónlist og drukkinn djús.

15:00 Syngjandi konur

Hólmavíkurkirkju

16:00 LAN

Ungmennahúsinu Fjósið

Sjötti dagur Barnamenningarhátíđar Vestfjarđa

| 18. mars 2016

Í dag er búið að vera mikið stuð og fjör.

Töframaðurinn Jón Víðis var með Sjóræningjasmiðju í leikskólanum á Hólmavík þar sem var búið til leppar, hattar og sverð. Tilraunasmiðja og Loftbelgssmiðja voru svo í boði fyrir nemendur í grunnskólanum á Hólmavík. Þar sköpuðu börnin ýmislegt töfrandi og virtust skemmta sér mjög vel.

Nemendur í 1.-10. bekk í grunnskólanum á Hólmavík tóku líka þátt í Umhverfislistasmiðju þar sem þau máluðu tankinn fyrir ofan skólann og bjuggu til prjónagraff sem hægt er að sjá í íþróttamiðstöðinni á Hólmavik.

Ég hlusta á vindinn er dansatriði sem var sýnt í Hnyðju fyrir yngstu deildina í leikskólanum á Hólmavík og voru þeim krílum sem eru of ung til að fara á leikskóla boðið að koma líka.

 

Dagurinn er langt því frá að vera búinn þar sem frumsýningarkvöld leikfélag Hólmavíkur á verkinu Ballið á Bessastöðum er í kvöld og Café Riis er með pizzakvöld. Njótið kvöldsins með fjölskyldunni. 

Dagskrá föstudaginn 18. mars

| 17. mars 2016

Föstudagurinn 18. mars

Gullkornaganga

Hafnarbraut

09:00 Barnalist

Kaupfélagi Steingrímsfjarðar Hólmavík

09:30 Sjóræningjasmiðja

Leikskólanum Lækjarbrekku Hólmavík

10:00 Sýning um barnamenningu í gegnum tíðina

Hnyðju

11:00 Útileikir

Grunnskólanum á Hólmavík

13:10 Umhverfislistasmiðja

Grunnskólanum á Hólmavík

13:10 Tilraunasmiðja

Grunnskólanum á Hólmavík

14:00 Loftbelgssmiðja

Grunnskólanum á Hólmavík
14:00 Ég hlusta á vindinn
Hnyðju

19:00 Elveg klekkeð steð á Drengsnese

Samkomuhúsinu Baldri Drangsnesi

20:00 Ballið á Bessastöðum

Félagsheimilinu Hólmavík

Hálfnuđ en nóg stuđ eftir!

| 17. mars 2016

Nú er fjórði dagur Barnamenningarhátíðar Vestfjarða að ljúka og er þá hátíðin hálfnuð.
Í dag fór 5.-10. bekkur í heimsókn í Hólmadrang og fékk að skoða vinnsluna.

Jón Víðis töframaður er mættur til Hólmavíkur og fór sína fyrstu heimsókn til 1.-4. bekk og kenndi þeim töfrabrögð.

5.-10. bekkur setti upp ljósmyndasýningu sem má sjá í íþróttamiðstöðinni á Hólmavík ásamt öðrum verkum.

Gunnar Helgason fór og las fyrir börnin í leikskólanum og var svo með opin upplestur í grunnskólanum á Hólmavík úr bókinni sinni Mamma klikk! Stórskemmtilegur upplestur sem lét alla áhorfendur hlæja.

Dagskrá fimmtudaginn 17. mars

| 16. mars 2016

Fimmtudagurinn 17. mars

Gullkornaganga

Hafnarbraut

09:00 Barnalist

Kaupfélagi Steingrímsfjarðar Hólmavík

09:00 Heimsókn í Hólmadrang

Hólmadrangi

10:00 Sýning um barnamenningu í gegnum tíðina

Hnyðju

13:10 Umhverfislistasmiðja

Grunnskólanum á Hólmavík

13:10 Töfrasmiðja

Grunnskólanum á Hólmavík

15:00 Nornin og dularfulla gauksklukkan

Leikskólanum Lækjarbrekku Hólmavík

17:00 Elveg klekkeð steð á Drengsnese

Samkomuhúsinu Baldri Drangsnesi
Hvet fólk til að kíkja á genaralprufu á Barna- og fjölskyldusöngleiknum Horn á höfði.

17:00 Mamma er klikk!

Grunnskólanum á Hólmavík
Gunnar Helgason kemur í heimsókn og les upp úr bókinni sinni Mamma er klikk! allir velkomnir að mæta og hlusta.

19:00 Sundlaugarkósý

Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík

20:00 Dáleiðslunámskeið

Galdrasafninu Hólmavík
Jón Víðis kennir að dáleiða. Námskeið fyrir 18 ára og eldri og skráning fer fram hjá tómstundafulltrúa Strandabyggðar, tomstundafulltrui@strandabyggd.is. Fullkomið að kíkja með vinum eða maka, fá sér að borða á Galdrasafninu og kíka svo á námskeið.

Fjórđi dagur Barnamenningarhátíđar Vestfjarđa

| 16. mars 2016
Nú eru flestir viðburðir dagsins búnir en ég vil minna fólk á að kíkja í Sundlaugarkósý, fá sér kaffi eða djús í pottunum og hlusta á hljóðbók.

Í dag skreyttu leikskólabörnin litla snjóinn í Kirkjuhvamminum og sýndist mér þau skemmta sér vel við gjörninginn. Myndir eru komnar inn á vefinn.

Nemendur í 8.-10. bekk heldu örnámskeið um frítíma sinn og var gaman að fylgjast með þeim kynna það efni sem þau eru sérfræðingar í. Þau hefðu getað talað yfir alla Barnamenningarhátíð Vestfjarða um sinn frítíma áhuginn var svo mikill. Ég lærði helling af þeim og vona að þið hafið gert það sama. Myndir eru komnar inn á vefinn.

Dagskrá miđvikudaginn 16. mars

| 15. mars 2016

Miðvikudagurinn 16.mars

Gullkornaganga

Hafnarbraut

09:00 Barnalist
Kaupfélagi Steingrímsfjarðar Hólmavík

10:00 Sýning um barnamenningu í gegnum tíðina
Hnyðju  

10:00 Snjólist
Kirkjuhvamminum Hólmavík
Börn í leikskólanum skreyta snjóinn í Kirkjuhvamminum á Hólmavík. Endilega kíkið við og skoðið.

13:10 Örnámskeið í frítíma ungmenna
Grunnskólanum á Hólmavík
Nemendur í 8.-10. bekk í grunnskólanum á Hólmavík halda örnámskeið fyrir alla áhugasama. Ekki láta þig vanta.

15:00 Sirkus Íslands
Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík

19:00 Sundlaugarkósý
Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík

Ţriđji dagur Barnamenningarhátíđar Vestfjarđa

| 15. mars 2016

Þriðji dagur Barnamenningarhátíðar Vestfjarða var annasamur og yndislegur í alla staði. 

Gullkornagangan er komin upp og gaman að fylgjast með gullkornum flaxa í vindinum og ekki sakar að þetta er skemmtilegt lesefni líka.

Það var kveðist á af 1. og 2. bekk, 3. og 4. bekkur sýndu brúðuleikhúsið Karnival dýranna fyrir heiðursgesti úr leikskólanum og aðra gesti. Þetta var virkilega flott sýning og eru komnar inn myndir.

Nemendur í 5. - 10. bekk tóku þátt í Dj-smiðju og svo var fullskipað af hæfileikaríkum börnum í námskeiði hjá Sirkus Íslands.
Dagurinn endaði svo með Góðgerðarkvöldi Ozon þar sem mikil gleði réði ríkjum. Uppboð var haldið þar sem boðið var upp á að kasta rjóma í andlit starfsmanna grunnskólans á Hólmavík og Drangsnesi. Eftir uppboðið tók Tónskóli Hólmavíkur við með tónlistaratriði á meðan gestir gæddu sér á kökum. Allur ágóði rennur til Barnaspítala Hringsins og vil félagsmiðstöðin Ozon þakka fyrir stuðninginn.

Fyrri síđa
1
2Nćsta síđa
Síđa 1 af 2
Eldri fćrslur
Vefumsjón