Valmynd

Fréttir

Viđburđir

Auðbók
Dagsetning: Alla daga hátíðarinnar
Staðsetning: Eftir óskum
Tími:
-
Opið fyrir alla

Auðnbók er skáldsaga sem er verið að rita í sameiningu af íbúum Strandabyggðar. Íbúar eru hvattir til að halda áfram skrifum og skulu hafa samband við tómstundafulltrúa Strandabyggðar, iris@strandabyggd.is, ef áhugi er fyrir hendi.

Árshátíð grunnskólans á Reykólum
Dagsetning: Fimmtudaginn 17. mars
Staðsetning: Íþróttasal Reykhólaskóla
Tími: 19:00
Opið fyrir alla

Árshátíð verður haldin fimmtudaginn 17. mars í íþróttasal Reykhólaskóla. Yfirskrift hátíðarinnar er “ I love 80´s“. Nemendur leik- og grunnskóla verða með atriði því tengdu. Nemendur grunnskóla hafa unnið að verkefnum tengdu 80´s tímabilinu og verður afraksturinn sýndur á árshátíðinni. Húsið opnar kl. 19:00 og er mjög æskilegt að nemendur mæti þá. Sýning hefst kl. 19:30 og skemmtun lýkur kl. 22:30.
Foreldrafélag Reykhólaskóla sér um kaffiveitingar.
Miðaverð: Fullorðnir 1500 kr. Börn 500 kr.


Ballið á Bessastöðum

Dagsetning: Föstudaginn 18. mars/sunnudaginn 20. mars
Staðsetning: 
Félagsheimilinu Hólmavík
Tími: 
20:00/14:00
Miðasala auglýst af Leikfélagi Hólmavíkur

Leikfélag Hólmavíkur í samstarfi við Grunnskóla Hólmavíkur munu flytja leikverkið Ballið á Bessastöðum.

Höfundur leikverksins Ballið á Bessastöðum er Gerður Kristný og er það að hluta byggt á Bessastaðabókum hennar. Tónlistin eftir Braga Valdimar Skúlason og þau eiga sameiginlega söngtexta sýningarinnar.

Ballið á Bessastöðum er dæmalaust gleðilegur söng og gamanleikur fyrir börn og fullorðna þar sem við fáum innsýn í líf og störf forsetans og starfsfólks á Bessastöðum, kynnumst alvöru prinsessu og konungshjónum.  Við förum í útilegu, brúðkaup, hittum landnámshænu og skoðum skýin.

Á Bessastöðum er alltaf nóg af draugagangi, kransakökum,  fálkaorðum og fjöri!

 

„Þeir sem eru alltaf með hjartað í buxunum eru ekki með hjartað á réttum stað.“

Nánari upplýsingar: https://www.facebook.com/events/1579093392414316/

 

Barnalist 
-frá fæðingu til fullorðinsára
Dagsetning: Alla hátíðina
Staðsetning: Kaupfélag Steingrímsfjarðar Hólmavík
Tími: 
Fylgir opnun Kaupfélag Steingrímsfjarðar Hólmavíkur
Sýningin er opin öllum

Á veggjum matsals Kaupfélags Steingrímsfjarðar verða listaverk, sögur og ljóð frá íbúum Strandabyggðar á aldrinum 0-18 ára. Sýningin er unnin af nemendum úr leikskólanum Lækjarbrekku, Grunnskólannum á Hólmavík og dreifnámi FNV á Hólmavík. Allir eru velkomnir að skoða og njóta.


Bíósýning Finnlandsfara

Dagsetning: Mánudaginn 14. mars
Tími: 
17:00/20:00
Staðsetning: 
Bragganum Hólmavík
Opið fyrir alla gegn gjaldi

Í lok mars mun vel valinn hópur af fallegu ungu fólki fara fyrir hönd Fjóssins ungmennahúsi Strandabyggðar til Finnlands. Þessi ungmenni eru Gunnur Arndís Halldórsdóttir, Silja Dagrún Júlíusdóttir, Íris Jóhannsdóttir, Angantýr Ernir Guðmundsson og Sigfús Snævar Jónsson. Þessi ferð er á vegum Erasmus+ og eru krakkarnir okkar eini hópurinn frá Íslandi sem tekur þátt í þessu verkefni. Verkefnið er kallað Move'n Shoot og markmið verkefnisins er að gefa ungu fólki tækifæri til að efla kunnáttu sína á ákveðnum sviðum eins og t.d. ljósmyndun, tónlistarsköpun, greinaskrifum og stuttmyndagerð. Í fjáröflunarskyni ætlar þessi fallegi hópur að halda bíósýningu í Bragganum Hólmavík. Nánari upplýsingar um sýninguna berast síðar.

Dáleiðslunámskeið
Dagsetning: Fimmtudaginn 17. mars
Staðsetning: Galdrasafnið Hólmavík
Tími:
20:00
Námskeiðið er fyrir 18 ára og eldri og skráning fer fram hjá Tómstundafulltrúa Strandabyggðar, tomstundafulltrui@strandabyggd.is.

Jón Víðis hefur starfað sem töframaður í yfir 10 ár og er meðlimur í hinum virtu alþjóðlegu samtökum töframanna, IBM (International Brotherhood of Magicians). Hann er einn af stofnfélögum HINS ÍSLENSKA TÖFRAMANNAGILDIS og fyrsti formaður þess. Hann hefur sýnt töfrabrögð víða um Ísland og enn fremur í Las Vegas, New York, Washington, Færeyjum, Englandi, Grænlandi, Noregi, Danmörku, Brasilíu, Argentínu og Japan. 
Töframaðurinn Jón Víðir mun halda uppi dáleiðslunámskeið fyrir 18 ára og eldri fimmtudaginn 17. mars kl. 20:00 í Galdrasafninu Hólmavík. Tilvalið að fá sér að borða á Galdrasafninu og fara svo á dáleiðslunámskeið.


Dj-smiðja

Dagsetning: Þriðjudaginn 15. mars
Staðsetning: Grunnskólanum á Hólmavík
Tími: 
13:10
Smiðjan er fyrir nemendur í 5.-10. bekk og skráning fer fram hjá Tómstundafulltrúa Strandabyggðar, tomstundafulltrui@strandabyggd.is. Nemendur í grunnskólanum á Hólmavík er þegar skráðir í smiðjuna.

2 pac og Biggie? Vitið þið hverjir það eru? Með árunum hefur hip hop menning stóraukist hér á landi. Í kjölfarið hafa afrekamestu stjörnur Íslands helgað sér rappinu og fer ört vaxandi. Í smiðjunni verður farið gróflega yfir helstu frumkvöðla rappsins og kennt á einn af lykilþáttum hip hop menningarinnar DJ mennsku. Kennslutól eru Traktor Pro og Traktor S2. Wooord!


Elveg klekkeð steð á Drengsnese

-Alveg klikkað stuð á Drangsnesi!
Dagsetning: Fimmtudaginn 17. mars/föstudaginn 18. mars
Staðsetning: Samkomuhúsið Baldur Drangsnesi
Tími: 
17:00/19:00
Opið fyrir alla

Grindvískur barna- og fjölskyldusöngleikur í flutningi grunnskólanemenda

á Drangsnesi

– Elveg klekkeð steð á Drengsnese (=Alveg klikkað stuð á Drangsnesi!)

Nemendur grunnskólans á Drangsnesi flytja barna- og

fjölskyldusöngleikinn Horn á höfði í samkomuhúsinu Baldri föstudaginn

18. mars kl. 19:00

Horn á höfði sömdu þeir félagar Bergur Þór Ingólfsson og Guðmundur

Brynjólfsson en þeir skipa ásamt fleirum GRAL hópinn (Grindvíska

atvinnuleikhúsið). Tónlistina samdi Vilhelm Anton Jónsson betur þekktur

undir nafninu Villi Naglbítur.

Horn á höfði var frumsýnt í Grindavík árið 2009 og hlaut frábærar

viðtökur. Gagnrýnendur lofuðu sýninguna og þegar Íslensku

leiklistarverðlaunin voru veitt 2010 var Horn á höfði valin besta

barnasýning leikársins. Leikverkið hefur verið sýnt víða m.a. í

Borgarleikhúsinu haustið 2010 og á Akureyri.

Björn vaknar einn morguninn með horn á höfðinu, hann vill að sjálfsögðu

ekki líta út eins og geit og því fær hann Jórunni vinkonu sína til að

hjálpa sér við að leita lausna. Leitin leiðir þau hingað og þangað; á

bókasafnið þar sem bókaverjan Kilja aðstoðar þau og í þjófagjá þar sem

treggáfuðu bófarnir Már og Kári verða á vegi þeirra. Fleiri kostulegir

karakterar verða á vegi Björns og Jórunnar s.s. eins og  Þórir

haustmyrkur og kerlingarnar Þórkatla og Járngerður.

Sýningin er um 90 mínútur að lengd með hléi en eftir hana munu nemendur

skólans selja veitingar á sanngjörnu verði.

Boðið verður upp á opna æfingu fimmtudaginn 17. mars kl. 17:00 í Baldri.

https://www.facebook.com/events/1704870796392152/

Ég hlusta á vindinn
Dagsetning: Föstudaginn 18.mars
Staðsetning: Hnyðju
Tími: 14:00
Opið fyrir 0-2 árs einstaklinga og foreldra og skráning fer fram hjá Tómstundafulltrúa Strandabyggðar, tomstundafulltrui@strandabyggd.is.

Henna-Riikka og Marjo Lahti hafa verið að vinna saman síðan 2014 og þá settu þær saman verk sem er ætlað fyrir yngstu fjölskyldumeðlimi (0-5 ára). Verkið heitir "Ég hlusta á vindinn" og er hann á finnsku og íslensku. Texti er úr Kalevala og Eddu. 

Ég hlusta á vindinn hefur verið sýnt á Norræna Húsinu og Edinborg menningarmiðstöðinni árið 2014. 2015 var verkið sýnt í Finnlandi á sýningunni Kuulas-festivaali sem er norræn leiklistarhátíð fyrir börn og fjölskyldur. Janúar 2016 voru sýningar í Finnlandi í Þjóðleikhúsinu þar sem The Edge of Ice verkefni var samstarfsaðili.Festivalið Húllumhæ
Dagsetning: Laugardaginn 19. mars
Staðsetning: Félagsheimilinu Hólmavík
Tími: 12:00
Opið fyrir alla

Á laugardeginum 19. mars verður glæsileg skemmtisýning þar sem verður sýnt ýmislegt sem hefur verið æft yfir Barnamenningarhátíð Vestfjarða. Töframaðurinn Jón Víðis mun koma fram, börn og ungmenni munum flytja sönga- og tónlistaratriði. Njótum samveru og gleðjumst saman.

 

Fjölskyldugleði
Dagsetning: Laugardaginn 19. mars
Staðsetning: Íþróttamiðstöðin á Hólmavík
Tími: 14:30
Opið fyrir alla samkvæmt gjaldskrá sundlaugar

Laugardaginn 19. mars verður fjölskyldugleði í sundlauginni á Hólmavík. Spiluð verður tónlist og öll leiktæki tekin fram.

 

Góðgerðarkvöld Ozon
Dagsetning: Þriðjudaginn 15. mars
Staðsetning: Grunnskólanum á Hólmavík
Tími:
20:00
Opið fyrir alla

Félagsmiðstöðin Ozon ætla að halda góðgerðarkvöld þriðjudaginn 15. mars kl. 20:00.  Hress og skemmtileg kaffihúsastemning mun ráða ríkjum. Í boði verður kökusala, skemmtiatriði frá Tónskólanum á Hólmavík og heyrst hefur að það verði hægt að henda rjómabollum í andlit kennara úr Grunnskólanum á Hólmavík. Allur ágóði frá kvöldinu renna til Barnaspítala Hringsins.

 

Gullkornaganga
Dagsetning: Alla hátíðina
Staðsetning: Hafnarbraut
Tími: 
-
Opið fyrir alla

Yfir hátíðina munu gullkorn prýða ljósastaurana við Hafnarbraut á Hólmavík. Gullkornin hafa safnast saman í gegnum tíðina af börnum leikskólans Lækjarbrekku á Hólmavík.

 

Heimsókn í Hólmadrang
Dagsetning: Fimmtudaginn 17. mars
Staðsetning: Hólmadrangur
Tími: 09:00
Heimsóknir er fyrir nemendur í 5.-10. bekk og skráning fer fram hjá Tómstundafulltrúa Strandabyggðar, tomstundafulltrui@strandabyggd.is. Nemendur í grunnskólanum á Hólmavík er þegar skráðir í smiðjuna.

Hólmadrangur ehf. er rækjuvinnsla staðsett á Hólmavík á Ströndum. Hólmadrangur ehf. hefur starfað síðan 1978 og er leiðandi fyrirtæki á sínu sviði. Fimmtudaginn 17. mars mun Hólmadrangur bjóða börnum 10 ára og eldri að koma  og skoða vinnsluna.


Kaffikvörn

Dagsetning: Sunnudaginn 20. mars
Staðsetning: Sauðfjársetrið
Tími: 
17:00
Opið fyrir alla gegn gjaldi

Sauðfjársetrið og Náttúrubarnaskólinn halda saman þennan bráðskemmtilega viðburð. Spurningaleikur fyrir alla fjölskylduna, kaffi innifalið. Verð er kr. 1.200 fyrir 13 ára og eldri, 800 kr. fyrir 6-12 ára og frítt fyrir yngri.

https://www.facebook.com/events/1971308139761579/

Karnival dýranna
Dagsetning: Þriðjudaginn 15. mars
Staðsetning: Grunnskólanum á Hólmavík
Tími: 13:30
Opið fyrir alla

3. og 4. bekkur í grunnskólanum á Hólmavík ætla að sýna brúðuleikhúsið Karnival dýranna þriðjudaginn 15. mars kl. 13:30 og bjóða alla velkomna að fylgjast með.

Bækurnar Karnival dýranna - Tónsaga og Karnival dýranna - leiksýning voru upphaflega gefnar út árið 1993 af Folkeskolens Musiklæreforening en komu fyrst í íslenskri þýðingu 1996. Tónlist er flutt af Orchester Philharmonique de Radio France og tekin upp í París árið 1990.


LAN

Dagsetning: Laugardaginn 19. Mars
Staðsetning: Ungmennahúsið Fjósið
Tími: 16:00
Opið fyrir einstaklinga 13-20 ára
Jæja gott fólk! Laugardaginn þann 19.mars ætla ég Daniel Freyr Newton að halda Lan kvöld. Það verður gaman og fjör og ég hvet alla að koma með tölvur fyrir aðra líka. Það má koma með nammi og gos en tóbak og önnur vímuefni eru ekki leyfð. Þetta er fyrir krakka sem eru 13-20 ára. Lan kvöldið byrjar 16:00 og endar 22:00 og það verður haldið í Fjósinu ungmennahúsi Hólmavíkur.

  

Leikjadagur Skíðafélags Strandamanna
Dagsetning: Sunnudaginn 13. mars
Staðsetning: Selárdalur
Tími: 
10:00-12:00
Opið fyrir alla

Árlegur leikjadagur Skíðafélags Strandamanna verður haldinn sunnudaginn 13. mars í Selárdal. Skemmtilegur dagur fyrir alla fjölskylduna þar sem verður sprellað og leikið saman.

 

Leikskólaleikrit
Dagsetning: Sunnudaginn 20. mars
Staðsetning: Hólmavíkurkirkja
Tími: 
11:00-12:00
Opið fyrir alla

Nemendur í leikskólanum Lækjarbrekku á Hólmavík munu í samstarfi við Séra Sigríði setja upp leiksýningu. Öllum er svo boðið að koma og sjá sunnudaginn 20. mars kl. 11:00 í Hólmavíkurkikju.

Loftbelgssmiðja
Dagsetning: Föstudag 18. mars
Staðsetning: Grunnskólinn á Hólmavík
Tími:
14:00
Smiðjan er fyrir nemendur í 5.-7. bekk og skráning fer fram hjá Tómstundafulltrúa Strandabyggðar, tomstundafulltrui@strandabyggd.is. Nemendur í grunnskólanum á Hólmavík er þegar skráðir í smiðjuna.

Jón Víðis hefur starfað sem töframaður í yfir 10 ár og er meðlimur í hinum virtu alþjóðlegu samtökum töframanna, IBM (International Brotherhood of Magicians). Hann er einn af stofnfélögum HINS ÍSLENSKA TÖFRAMANNAGILDIS og fyrsti formaður þess. Hann hefur sýnt töfrabrögð víða um Ísland og enn fremur í Las Vegas, New York, Washington, Færeyjum, Englandi, Grænlandi, Noregi, Danmörku, Brasilíu, Argentínu og Japan. 
Töframaðurinn Jón Víðir mun halda uppi loftbelgssmiðju fyrir 10-13 ára einstaklinga föstudaginn 18. mars kl. 14:00 í grunnskólanum á Hólmavík. 


Mamma klikk!
Dagsetning: Fimmtudaginn 17. mars
Staðsetning:Grunnskólanum á Hólmavík

Tími:
 17:00
Opið fyrir alla
Mamma klikk er stórskemmtileg barnabók eftir barnarithöfundinn Gunnar Helgason. Bókin vann til íslensku bókmenntaverðlaunanna og situr nú í 1. sæti á metsölulista barnabóka. Gunnar Helgason ætlar að koma og lesa upp úr bókinni fyrir okkur á Barnamenningarhátíð Vestfjarða.

Nornin og dularfulla gauksklukkan
Dagsetning: Fimmtudaginn 17. mars
Staðsetning: Leikskólinn Lækjarbrekka
Tími: 15:00
Ætlað fyrir börnin í leikskólanum Lækjarbrekku

Nornin og dularfulla gauksklukkan er stórskemmtileg barnabók eftir þá Björgvin Franz Gíslason og Gunnar Helgason. Ævintýrið tengist efni Stundarinnar okkar sem var í Sjónvarpinu. Þar kynntust áhorfendur nokkrum persónum sem vissu ekki í hvaða ævintýri þær áttu heima. Nú geta krakkanir upplifað hvernig ævintýrið hefði farið ef nornin hefði ekki ruglað það í ríminu. Gunnar Helgason ætlar að koma og lesa upp úr bókinni fyrir börnin á leikskólanum Lækjarbrekku.

Prestkonukvæði
Dagsetning: Þriðjudaginn 15. mars
Staðsetning: Grunnskólanum á Hólmavík
Tími: 13:10
Opið fyrir alla

1. - 2. bekkur ætlar að kveða Prestkonukvæði. En Prestkonukvæði er talið til yngri sagnadansa. Á tuttugustu öld naut það mikilla vinsælda og var sungið um allt Ísland, enda sérlega auðvelt að læra það. Í kvæðinu segir frá heldur ákveðinni prestfrú og uppburðarlitlum manni hennar. Hjónaband þeirra fer í gegnum eins konar eldraun er gest bera að garði og hugmyndaflug frúarinnar ætlar engan enda að taka.


Setningarathöfn Barnamenningarhátíð Vestfjarða 2016

Dagsetning: Sunnudaginn 13. mars
Staðsetning: Selárdalur
Tími: 
12:00
Opið fyrir alla

Barnamenningarhátíð Vestfjarða 2016 verður startað strax á eftir leikjadag Skíðafélags Strandamanna í Selárdal með formlegri athöfn.

Sirkus Íslands
Dagsetning: Þriðjudaginn 15. mars/miðvikudaginn 16. mars
Staðsetning: Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík
Tími: 15:00-19:00
Smiðjan er fyrir 8 ára og eldri einstaklinga og skráning fer fram hjá Tómstundafulltrúa Strandabyggðar, tomstundafulltrui@strandabyggd.is.

Sirkus Íslands hefur verið starfræktur síðan haustið 2007 og verið meðlimur í sjálfstæðu leikhúsunum frá 2009.
Sirkusinn samanstendur af fjölbreyttum hópi hæfileikaríks fólks á ýmsum sviðum sirkuslista sem sameinar krafta sína undir stjórn Lee Nelson.
Sirkus Íslands er sjálfstætt starfandi sirkus sem hefur það að markmiði að gera sirkus sýnilegri og aðgengilegri á Íslandi.

Sirkus Íslands mun bjóða upp á sirkusnámskeið á Barnamenningarhátíð fyrir einstaklinga 8 ára og eldri. Þetta verða tvö 4 klukkustunda námskeið, þriðjudaginn 15. mars og miðvikudaginn 16. mars. Frítt verður fyrir börn (18 ára og yngri) en 3.000 kr gjald þarf að borga fyrir eldri einstaklinga.

Sjóræningjasmiðja
Dagsetning: Föstudaginn 18. mars
Staðsetning: Leikskólinn Lækjarbrekka Hólmavík
Tími:
09:30
Smiðjan er fyrir börnin í leikskólanum Lækjarbrekku Hólmavík.

Jón Víðis hefur starfað sem töframaður í yfir 10 ár og er meðlimur í hinum virtu alþjóðlegu samtökum töframanna, IBM (International Brotherhood of Magicians). Hann er einn af stofnfélögum HINS ÍSLENSKA TÖFRAMANNAGILDIS og fyrsti formaður þess. Hann hefur sýnt töfrabrögð víða um Ísland og enn fremur í Las Vegas, New York, Washington, Færeyjum, Englandi, Grænlandi, Noregi, Danmörku, Brasilíu, Argentínu og Japan. 
Töframaðurinn Jón Víðir mun halda uppi sjóræningjasmiðju í leikskólanum Lækjarbrekku Hólmavík föstudaginn 17. mars kl. 09:30. 


Skák

Dagsetning: Mánudaginn 14. mars
Staðsetning: Kaupfélag Steingrímsfjarðar Hólmavík
Tími: 
13:10
Opið fyrir alla
Nemendur grunnskólans á Hólmavíkur Jón Valur og Halldór Kári hvetja gesti og gangandi að tefla við sig í matsal Kaupfélags Steingrímsfjarðar Hólmavík. Þeir munu etja kappi með skáksnillingunum Jón Jónssyni, Sverri Guðmundssyni og nemendum í 3. og 4. bekk grunnskólans á Hólmavík.


Snjólist

Dagsetning: Miðvikudaginn 16. mars
Staðsetning: Kirkjuhvamminum Hólmavík
Tími: 
10:00
Opið fyrir alla
Nemendur leikskólans Lækjarbrekku á Hólmavík ætla að framkalla snjólist miðvikudaginn 16. Mars kl. 10:00. Þau ætla að skreyta snjóinn í Kirkjuhvamminum á Hólmavík með málningu. Við hvetjum alla til að labba við og skoða snjólistina.

Sundlaugarkósý
Dagsetning: Mánudaginn 14. mars – fimmtudagsins 17. mars
Staðsetning: Íþróttamiðstöðin á Hólmavík
Tími: 19:00
Opið fyrir alla samkvæmt gjaldskrá sundlaugar

Á kvöldin er tilvalið að skella sér í sund með fjölskylduna eftir annan saman dag. Yfir Barnamenningarhátíð verður kósý stemning í pottunum í sundlauginni á Hólmavík. Þar verður hægt að hlusta á spennandi ævintýri og sötra á kaffi og djús.


Syngjandi konur

Dagsetning: Laugardaginn 19. mars
Staðsetning: Hólmavíkurkirkju
Tími: 
15:00
Opið fyrir alla gegn gjaldi
Kvennakórinn Norðurljós mun taka þátt í söngbúðum á Borganesi með djass söngkonunni Kristjönu Stefánsdóttur dagana 12.-13. mars. Afrakstur búðanna verður svo sýndur á tónleikum laugardaginn 19. mars í Hólmavíkurkirkju.

 

Sýning um barnamenningu í gegnum tíðina
Dagsetning: Alla daga hátíðarinnar
Staðsetning: Hnyðja, Höfðagötu 3
Tími:
10:00-14:00
Opið fyrir alla

Munum barna úr nærliggjandi byggðasöfnum verða til sýnis í Hnyðju, Höfðagötu 3.

Tilraunasmiðja
Dagsetning: Föstudag 18. mars
Staðsetning: Grunnskólinn á Hólmavík
Tími:
13:10
Smiðjan er fyrir nemendur í 8.-10. bekk og skráning fer fram hjá Tómstundafulltrúa Strandabyggðar, tomstundafulltrui@strandabyggd.is. Nemendur í grunnskólanum á Hólmavík er þegar skráðir í smiðjuna.

Jón Víðis hefur starfað sem töframaður í yfir 10 ár og er meðlimur í hinum virtu alþjóðlegu samtökum töframanna, IBM (International Brotherhood of Magicians). Hann er einn af stofnfélögum HINS ÍSLENSKA TÖFRAMANNAGILDIS og fyrsti formaður þess. Hann hefur sýnt töfrabrögð víða um Ísland og enn fremur í Las Vegas, New York, Washington, Færeyjum, Englandi, Grænlandi, Noregi, Danmörku, Brasilíu, Argentínu og Japan. 
Töframaðurinn Jón Víðir mun halda uppi tilraunasmiðju fyrir 13-16 ára einstaklinga föstudaginn 18. mars kl. 13:10 í grunnskólanum á Hólmavík. 

 

Töfrasmiðja
Dagsetning: Fimmtudaginn 17. mars
Staðsetning: Grunnskólinn á Hólmavík
Tími:
13:10
Smiðjan er fyrir nemendur í 1.-4. bekk og skráning fer fram hjá Tómstundafulltrúa Strandabyggðar, tomstundafulltrui@strandabyggd.is. Nemendur í grunnskólanum á Hólmavík er þegar skráðir í smiðjuna.

Jón Víðis hefur starfað sem töframaður í yfir 10 ár og er meðlimur í hinum virtu alþjóðlegu samtökum töframanna, IBM (International Brotherhood of Magicians). Hann er einn af stofnfélögum HINS ÍSLENSKA TÖFRAMANNAGILDIS og fyrsti formaður þess. Hann hefur sýnt töfrabrögð víða um Ísland og enn fremur í Las Vegas, New York, Washington, Færeyjum, Englandi, Grænlandi, Noregi, Danmörku, Brasilíu, Argentínu og Japan. 
Töframaðurinn Jón Víðir mun halda uppi töfrasmiðju fyrir 6-10 ára einstaklinga fimmtudaginn 17. mars kl. 13:10 í grunnskólanum á Hólmavík. 


Umhverfislistasmiðja

Dagsetning: Fimmtudaginn 17. mars/föstudaginn 18. mars
Staðsetning: 
Grunnskólanum á Hólmavík
Tími: 
13:10
Smiðjan er fyrir nemendir í 1.-10. bekk og skráning fer fram hjá Tómstundafulltrúa Strandabyggðar, tomstundafulltrui@strandabyggd.is. Nemendur í grunnskólanum á Hólmavík er þegar skráðir í smiðjuna.

Í þessari smiðju verður farið yfir ýmsar gerðir götulistar og hvernig er hægt að nýta tímabundnar listinnsetningar til þess að auka vitund fólks á ákveðnum málefnum. Þátttakendur verða kynntir fyrir grunnaðferðum við gerð Street art. Aðferðafræði, hugmyndafræði og siðfræði Street art verður kynnt fyrir þátttakendum sem og skapar hópurinn í sameiningu listaverk í takt við umhverfið.

Útileikir
Dagsetning: Föstudaginn 18. mars
Staðsetning: Grunnskólanum á Hólmavík
Tími: 10:30
Opið fyrir alla

5.-7. bekkur í grunnskólanum á Hólmavík setja upp súper flotta útileikjadagskrá og hvetja alla til að koma út að leika við sig.


Örnámskeið í frítíma ungmenna

Dagsetning: Miðvikudaginn 16. mars
Staðsetning: Grunnskólinn á Hólmavík
Tími: 
13:10-14:30
Opið fyrir alla

Nemendur í 8.-10. bekk grunnskólans á Hólmavík halda uppi  örnámskeiðum í frítíma ungmenna miðvikudaginn 16. mars kl. 13:10-14:30 í grunnskólanum á Hólmavík. 

Örnámskeiðin taka um það bil 10 mín hvert og munu þau "rúlla" tvisvar á þessum tíma. Námskeiðin sem boðið verður upp á eru; Förðun, DIY (do it yourself), Helstu samfélagsmiðlar og slangur, Hár, umhirða og greiðslur, Tölvuleikir og Anime (japanskar teiknimyndir).

Allir eru velkomnir og hlökkum við til að sjá sem flesta!

Vefumsjón