Valmynd

Fréttir

Dagskrá ţriđjudagurinn 15. mars

| 14. mars 2016

Þriðjudagurinn 15. mars

Gullkornaganga

Hafnarbraut

09:00 Barnalist

Kaupfélagi Steingrímsfjarðar Hólmavík

10:00 Sýning um barnamenningu í gegnum tíðina

Hnyðju

13:10 Dj-smiðja         

Grunnskólanum á Hólmavík

13:10 Prestkonukvæði

Grunnskólanum á Hólmavík
1. og 2. bekkur kveðast á. Allir velkomnir að koma horfa á.

13:30 Karnival dýranna

Grunnskólanum á Hólmavík
3. og 4. bekkur sýna brúðuleikhús. Allir velkomnir að koma horfa á.

15:00 Sirkus Íslands

Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík
Takmarkað pláss í boði allir að skrá sig sem fyrst. Skráning lýkur um hádegi á morgun, þriðjudaginn 15. mars.

19:00 Sundlaugarkósý

Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík

20:00 Góðgerðarkvöld Ozon

Grunnskólanum á Hólmavík
Hvet alla að koma og styrkja gott málefni með því að eiga góða kvöldstund í félagsmiðstöðinni Ozon. Kaffihúsastemning, kökusneiðar til sölu, tónlistaratriði og það verður í boði að kasta rjóma í kennara grunnskólans á Hólmavík.

Annar dagur Barnamenningarhátíđar Vestfjarđa

| 14. mars 2016
Í dag tefldu nemendur í grunnskólanum á Hólmavík og eru komnar myndir inn af viðburðinum ásamt fleiri myndum. Barnalistasýning er nú opin í Kaupfélagi Steingrímsfjarðar Hólmavík og sýning um barnamenningu í gegnum tíðina er opin í Hnyðju og hvet ég alla til að kíkja á þær.

Dagskrá mánudaginn 14. mars

| 13. mars 2016

Kynnið ykkur vel dagskrá morgundagsins og finnið eitthvað skemmtilegt við ykkar hæfi.

Mánudagurinn 14. mars
Gullkornaganga
Hafnarbraut
09:00 Barnalist
Kaupfélagi Steingrímsfjarðar Hólmavík
10:00 Sýning um barnamenningu í gegnum tíðina Hnyðju
13:10 Skák
Kaupfélagi Steingrímsfjarðar Hólmavík
Hvet alla og kíkja við og tefla við nemendur grunnskólans á Hólmavík
17:00 Bíósýning Finnlandsfara
Bragganum
Sýnd verður myndin Pan
Húsið opnar kl. 16:30
Miðaverð:
500 kr fyrir 12 ára og yngri
1000 kr fyrir eldri en 12 ára
Popp og gos til sölu
Popp á 250 kr
Gos á 250 kr
19:00 Sundlaugarkósý
Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík
Kaffi og djús verður í boði við pottana og spiluð verður hljóðbók.
20:00 Bíósýning Finnlandsfara
Bragganum
Sýnd verður myndin Pan
Húsið opnar kl. 19:30
Miðaverð:
500 kr fyrir 12 ára og yngri
1000 kr fyrir eldri en 12 ára
Popp og gos til sölu
Popp á 250 kr
Gos á 250 kr

Fyrsti dagur Barnamenningarhátíđar Vestfjarđa

| 13. mars 2016
Nú er fyrsti dagur Barnamenningarhátíðar Vestfjarða að líða að lokum. Fyrsti viðburður hátíðarinnar var Leikjadagur Skíðafélags Strandamanna og var ekki látið veðrið stoppa sig. Mikil gleði og ánægja var á svæðinu á meðan fólk tók nokkrar æfingar og leiki á skíðum við íþróttamiðstöðina á Hólmavík. Í lok leikjadagsins sagði tómstundafulltúi Strandabyggðar nokkur orð og setti Barnamenningarhátíð Vestfjarða í fyrsta skipti.

Breytt stađsetning

| 12. mars 2016
Vil vekja athygli á því að Skíðaleikjadagurinn hefur verið færður úr Selárdal í íþróttamiðstöðina á Hólmavík. Hlakka til að sjá sem flesta :D

Söfnum saman myndum

| 12. mars 2016
Þið megið endilega deila með okkur myndum sem þið takið yfir vikuna á Barnamenningarhátíð Vestfjarða, það gerið þið með því að nota myllutengið #BMH2016 eða senda myndir á netfangið iris@strandabyggd.is.

Nú hefst gamaniđ

| 12. mars 2016

Á morgun sunnudaginn 13.mars mun Barnamenningarhátið Vestfjarða formlega hefjast með Leikjadag Skíðafélags Strandamanna og Setningarathöfn í Selárdal. Veðrið ætlar ekki að vera neitt sérlega skemmtilegt við okkur um helgina en við látum það ekki á okkur fá og höldum því til streitu að halda upp á daginn eftir dagskrá. Endilega fylgist samt með í fyrramálið því staðsetningar geta eitthvað breyst eftir veðri.

 

Endilega kynnið ykkur Skíðafélag Strandamanna hér https://www.facebook.com/sfstrandamanna?fref=ts og hér http://www.skidafelag.123.is/.

Hlökkum til að sjá sem flesta!

Viđburđir

| 02. mars 2016
Fyrstu upplýsingar um viðburði Barnamenningarhátíð Vestfjarða 2016 eru komnir inn. Upplýsingarnar eru að finna hér til hægri undir Viðburðir. Þetta er alls ekki fullkláraður listi yfir viðburði sem verða í boði svo endilega fylgist með því á næstu dögum munum hrúast inn upplýsingar um hátíðina :D

Fyrsta Barnamenningarhátíđ Vestfjarđa

| 26. febrúar 2016

Það er mér heiður að tilkynna að fyrsta Barnamenningarhátíð Vestfjarða verður haldin í sveitarfélaginu Strandabyggð dagana 14.-20. mars 2016 í samvinnu við nærliggjandi sveitarfélög.

Markmið hátíðarinnar er að efla menningarstarf barna og unglinga á Vestfjörðum og eins að gefa einstaklingum á sviði lista og menninga tækifæri til að koma fram og gefa af sér.
Þann 16. maí 2015 var haldið listamannaþing á Ísafirði og var niðurstaða þingsins að vilji væri til að halda Barnamenningarhátíð á Vestfjörðum. Félag vestfirskra listamanna hvatti Strandabyggð og nærliggjandi sveitarfélög til að halda slíka hátíð í fyrsta sinn og tók Strandabyggð málið að sér.
Til stendur að halda uppi smiðjum að degi til 14.-18. mars þar sem börnum og unglingum gefst kostur á að fá leiðsögn við að skapa og uppgötva. Verður lögð áheyrsla á að bjóða upp á fjölbreyttar smiðjur sem höfða til allra aldurshópa þátttakenda á sviði lista og menninga. Leitað verður eftir því að fá smiðjustjóra úr sveitarfélaginu og frá nærliggjandi sveitarfélögum til að styðja við lista- og menningarstarf á svæðinu. Á kvöldin 14.-18. mars verða í boði sýningar fyrir alla aldurshópa sem spegla sögu barnamenningar. Yfir helgina 18. -20.  mars verður afrakstur smiðjuvinnu sýndur ásamt því að hafa opnar sýningarnar sem hafa verið í boði yfir vikuna.
Hátíðin mun krefjast samstarfs á milli stofnana og félaga í sveitarfélaginu og nærliggjandi sveitarfélaga. Vonast er svo til að annað sveitarfélag á Vestfjörðum muni taka við keflinu og halda Barnamenningarhátíð Vestfjarða að ári liðnu og svo koll af kolli þar til þessi hátíð verður að árlegri hefð.
Hátíðin er kjörið tækifæri fyrir listamenn og áhugafólk að leiðbeina og kenna börnum og unglingum eftir sinni sér þekkingu. Einnig býður hún upp á möguleika fyrir sýningar að ýmsu tagi.
Á þessari síðu munu berast upplýsingar um hátíðina, viðburði og sýningar. Ef það eru eitthverjar fyrirspurnir endilega hafið samband í netfang tomstundafulltrui@strandabyggd.is eða í síma 846-0281.

Fyrri síđa1
2
Nćsta síđa
Síđa 2 af 2
Eldri fćrslur
Vefumsjón