Valmynd

Fréttir

Fjórđi dagur Barnamenningarhátíđar Vestfjarđa

| 16. mars 2016
Nú eru flestir viðburðir dagsins búnir en ég vil minna fólk á að kíkja í Sundlaugarkósý, fá sér kaffi eða djús í pottunum og hlusta á hljóðbók.

Í dag skreyttu leikskólabörnin litla snjóinn í Kirkjuhvamminum og sýndist mér þau skemmta sér vel við gjörninginn. Myndir eru komnar inn á vefinn.

Nemendur í 8.-10. bekk heldu örnámskeið um frítíma sinn og var gaman að fylgjast með þeim kynna það efni sem þau eru sérfræðingar í. Þau hefðu getað talað yfir alla Barnamenningarhátíð Vestfjarða um sinn frítíma áhuginn var svo mikill. Ég lærði helling af þeim og vona að þið hafið gert það sama. Myndir eru komnar inn á vefinn.
Vefumsjón