A A A

Valmynd

Miđaldatónlist - framhald

| 20. september 2022
  • Tímabilið er milli áranna 400 og 1400 og yfirleitt erum við að tala um meginland Evrópu - ekki önnur svæði í heiminum og ekki um Ísland.
  • Við vitum ekki mikið um miðaldatónlist því hún var yfirleitt ekki skrifuð niður.
  • Tónlist á miðöldum var annarsvegar fyrir kirkju og hinsvegar til skemmtunar.

Tónlist til skemmtunar:
  • Þetta er tími trúbadoranna (ferðatónlistarmanna).
  • Lög voru oft langar sögur sem einhver hafði samið tónlist við - jafnvel það nýjasta í fréttum. Svona lög voru kölluð ballöður.
  • Trúbadorar léku undir lögin sín með hljóðfæri sem þeir gátu flutt með sér, eins og til dæmis lútu, fiðlu, hörpu eða blokkflautu.
    Lútuleikari
  • Trúbadorarnir sömdu texta og fluttu lög sem voru kölluð hringlög eða keðjusöngvar. Trúbadorinn kenndi hópi af fólki á staðnum lagið.
  • Danstónlist var leikin í sölum konunga og tigins fólks við allskyns viðburði (eins og til dæmis brúðkaup) á til dæmis sekkjapípur, tambúrínur og hurdy-gurdy.
    Hurdy-gurdy
  • Vinsælustu dansarnir voru línudansar (eins og t.d. Farandole) og hringdansar (eins og t.d. Bransle).
  • Hópsöngslög ("carols") þróuðust á þessum tíma og voru fljótlega farin að þjóna sama tilgangi og hópsöngsjólalög gera í dag.
    Jólasöngvarar

Kirkjutónlist.
  • Messur voru fluttar í kirkju. Þær voru í fimm hlutum: Kyrie, Gloria, Credo, Sanctus og Agnus Dei. Messuformið (meira að segja í venjulegri íslenskri sunnudagsmessu í kirkju) er enn mjög svipað í dag.
  • Söngur var aðalhljóðfærið notað til flutnings tónlistar inni í kirkjum. Önnur hljóðfæri voru bönnuð í kirkjum en um miðbik tímabilsins þróaðist orgelið og var notað til að leika undir söng. Einnig voru notaðar bjöllur sem litu svipað út og sleðabjöllur nútímahljóðfæraleikara.
  • Sléttsöngur ("plainsong") var algengasta tegund söngs í kirkjum. Sléttsöngur er laglína með frjálsum hryn. Síðar fór tónlistarfólk að bæta við annarri rödd (yfirrödd/undirrödd) sem meðleik með laglínunni. Stundum var undirröddin alveg eins og laglínan en ferund eða fimmund frá henni. Þetta hljómar mjög svipað og íslenskur tvísöngur.
  • Antifóna var stundum notuð í kirkjunni og er enn notuð í dag. Þá syngur forsöngvari fyrri hluta og söfnuðurinn (eða kór) "svarar" með seinni hluta. Þetta form er ekki ósvipað hringlögunum eða keðjusöngvunum sem trúbadorarnir voru að syngja á skemmtunum á svipuðum tíma.
  • Á 13. öld hafði sléttsöngurinn þróast yfir í Gregorssöng ("Gregorian Chant") og öll önnur form sléttsöngs höfðu dáið út.
  • Fyrstu nótnahandritin sem nota einhverskonar nótnastreng þróuðust á miðaldatímabilinu. Í slíkum nótum sést hvernig nóturnar hreyfast upp og niður en ekki hvenær eða á hvaða tóni á að byrja.
    Miðaldanótur
  • Trúarleg leikrit voru á miðöldum flutt af leikurum með grímur, en aldrei inni í kirkjum. Slík leikrit voru vinsæl en kirkjan bannaði þau því hún hafði áhyggjur af því að fólk myndi gleyma Guði ef það skemmti sér of mikið í kirkjunni. Við vitum ekki hvort tónlist var notuð í þessum leikritum.
    Miðaldasöngvarar