A A A

Valmynd

Um nokkur íslensk tónskáld

| 25. október 2022

 

Við Íslendingar áttum ekki „alvöru“ tónskáld fyrr en í kringum árið 1900, þó að þá hafi tónskáld í Evrópu verið að semja tónlist í mörg hunduð ár.  Hér er stutt umfjöllun um nokkur íslensk tónskáld og nokkur dæmi um þeirra tónverk.

 

Árni Thorsteinsson (1870-1962). Hann lærði lögfræði og ljósmyndun í Kaupmannahöfn í kringum árið 1890.

Samdi eingöngu sönglög en þau urðu mörg mjög vinsæl.

Kirkjuhvoll: https://www.youtube.com/watch?v=br77_43TgBc

Nótt: https://www.youtube.com/watch?v=qcq9mUCIPlE

 

Jón Leifs (1899-1968)

Fyrsta alvöru tónskáldið okkar. Var þekktur sem hljómsveitarstjóri um allan heim. Hann stjórnaði fyrstu sinfóníutónleikum á Íslandi árið 1926. Fyrst samdi hann lítil píanóverk sem voru byggð á íslenskum þjóðlögum en síðar samdi hann stór og mikil tónverk fyrir sinfóníuhljómsveitir. Hann var svolítið óvenjulegur karakter og vildi meira að segja verða kóngur yfir Íslandi!

Hljómsveitarverkið Hekla eftir Jón Leifs: https://www.youtube.com/watch?v=-AQ24wuylqI

 

Jórunn Viðar (1918-2017)

Lærði tónsmíðar í Þýskalandi og Bandaríkjunum. Fyrsta íslenska kvikmyndatónskáldið (Síðasti bærinn í dalnum frá 1950). Hún útsetti mjög mikið af íslenskri þjóðlagatónlist og samdi einnig mikið af tónlist sem sótti efnivið sinn í íslensk þjóðlög.

Hljómsveitarverkið eldur: https://www.youtube.com/watch?v=r35_r1mfNdY

Langfrægasta tónverk Jórunnar í nútímalegum búningi: https://www.youtube.com/watch?v=f0_jUYi4gsE

 

Þorkell Sigurbjörnsson (1938-2013)

Lærði tónsmíðar í Bandaríkjunum. Samdi mjög mikið af tónlist og meira en nokkuð annað íslenskt tónskáld. Samdi til dæmis sinfóníur, konserta og óperur en er langþekktastur fyrir kórtónverkin sín.

Jökulljóð fyrir sinfóníuhljómsveit: https://www.youtube.com/watch?v=nd7D0Yw5Mx0

Heyr, himna smiður, flutt af enska sönghópnum VOCES8: https://www.youtube.com/watch?v=in8_u2pswdo

 

 

Atli Heimir Sveinsson (1938-2019)

Lærði tónsmíðar í Þýskalandi. Var þekktur fyrir frekar nútímaleg og "skrítin" tónverk en samdi líka sönglög sem nær allir Íslendingar þekkja, eins og til dæmis Kvæðið um fuglana ("Snert hörpu mína") og Afmælisdigtur ("Í Skólavörðuholtið hátt").

Afmælisdigtur: https://www.youtube.com/watch?v=aCWKtfDQj3I

Kvæðið um fuglana: https://www.youtube.com/watch?v=f52kvYsZu3A

Um barokktímabiliđ

| 25. október 2022

Barokktímabilið: frá um það bil árinu 1600 til 1750.

 

Barokktímabilið kom á eftir endurreisnartímabilinu og næsta tímabil á eftir heitir klassíska tímabilið.

 

Barokktónlist einkennist af:

1 - Löngum og flæðandi laglínum með allskyns skrautnótum, eins og til dæmis trillum.

2 - Lágværri og háværari tónlist til skiptis, t.d. einleikur og svo heil hljómsveit. Stundum er líka “bergmál” í tónlistinni þar sem lína er leikin sterkt og svo sama lína aftur en nú veikt.

3 - Kontrapunkti, þegar tvær eða fleiri laglínur eru leiknar í einu en jafnvel ekkert hljóðfæri leikur hljóma.

4 - Hljóðfærinu sembal sem er gamalt hljómborðshljóðfæri. Oft spilaði selló bassalínur með sembalnum og þau tvö hljóðfæri saman eru þá kölluð “basso continuo”.

 
Hér er dæmi um basso continuo og í þessu tónverki er það fagott sem leikur laglínuna á meðan basso continuo (selló og semball) sjá um undirleikinn:


“Barokk” er nefnt eftir barokkperlum sem eru óreglulegar og jafnvel hálf-vanskapaðar perlur (myndu sumir segja). Af hverju var þetta tímabil þá nefnt barokk? Það gerðist af því sumu tónlistarfólki á nítjándu öld fannst tónlistin eftir til dæmis Bach og Händel hreinlega of skrautleg og yfirdrifin.

Í dag er engin slík neikvæð tenging við þetta tímabil en við köllum það samt enn barokktímabilið.

 

Nokkrar tegundir tónlistar urðu til á barokktímabilinu. Þar má nefna konserta og sinfóníur, sónötur, kantötur og oratorio. Einnig varð óperuformið til á þessu tímabili og fúgur voru vinsælar.


Vivaldi
Tónskáldið Vivaldi (1678-1741) frá Ítalíu 

Mörg frægustu tónskáld tímabilsins bjuggu á Ítalíu, til dæmis Monteverdi, Corelli og Vivaldi. Öll eftirfarandi tónlistarform eiga sér ítalskar rætur: kantatan, konsertinn, sónatan, óratoríóið og óperan.

 
Eins og áður sagði var tónlistarformið "fúga" einnig vinsælt á tímabilinu. Hér er upptaka af tónverkinu "Toccata og fúga í D moll" eftir Johann Sebastian Bach:


Síðar á barokktímabilinu voru helstu stjörnurnar þýskar: Þeir Johann Sebastian Bach og Georg Frideric Händel. Bach samdi fleiri en 1000 tónverk á ferlinum.
Johann Sebastian Bach
Ein frægasta myndin af þýska tónskáldinu Johann Sebastian Bach (1685-1750)

Miđaldatónlist - framhald

| 20. september 2022
  • Tímabilið er milli áranna 400 og 1400 og yfirleitt erum við að tala um meginland Evrópu - ekki önnur svæði í heiminum og ekki um Ísland.
  • Við vitum ekki mikið um miðaldatónlist því hún var yfirleitt ekki skrifuð niður.
  • Tónlist á miðöldum var annarsvegar fyrir kirkju og hinsvegar til skemmtunar.

Tónlist til skemmtunar:
  • Þetta er tími trúbadoranna (ferðatónlistarmanna).
  • Lög voru oft langar sögur sem einhver hafði samið tónlist við - jafnvel það nýjasta í fréttum. Svona lög voru kölluð ballöður.
  • Trúbadorar léku undir lögin sín með hljóðfæri sem þeir gátu flutt með sér, eins og til dæmis lútu, fiðlu, hörpu eða blokkflautu.
    Lútuleikari
  • Trúbadorarnir sömdu texta og fluttu lög sem voru kölluð hringlög eða keðjusöngvar. Trúbadorinn kenndi hópi af fólki á staðnum lagið.
  • Danstónlist var leikin í sölum konunga og tigins fólks við allskyns viðburði (eins og til dæmis brúðkaup) á til dæmis sekkjapípur, tambúrínur og hurdy-gurdy.
    Hurdy-gurdy
  • Vinsælustu dansarnir voru línudansar (eins og t.d. Farandole) og hringdansar (eins og t.d. Bransle).
  • Hópsöngslög ("carols") þróuðust á þessum tíma og voru fljótlega farin að þjóna sama tilgangi og hópsöngsjólalög gera í dag.
    Jólasöngvarar

Kirkjutónlist.
  • Messur voru fluttar í kirkju. Þær voru í fimm hlutum: Kyrie, Gloria, Credo, Sanctus og Agnus Dei. Messuformið (meira að segja í venjulegri íslenskri sunnudagsmessu í kirkju) er enn mjög svipað í dag.
  • Söngur var aðalhljóðfærið notað til flutnings tónlistar inni í kirkjum. Önnur hljóðfæri voru bönnuð í kirkjum en um miðbik tímabilsins þróaðist orgelið og var notað til að leika undir söng. Einnig voru notaðar bjöllur sem litu svipað út og sleðabjöllur nútímahljóðfæraleikara.
  • Sléttsöngur ("plainsong") var algengasta tegund söngs í kirkjum. Sléttsöngur er laglína með frjálsum hryn. Síðar fór tónlistarfólk að bæta við annarri rödd (yfirrödd/undirrödd) sem meðleik með laglínunni. Stundum var undirröddin alveg eins og laglínan en ferund eða fimmund frá henni. Þetta hljómar mjög svipað og íslenskur tvísöngur.
  • Antifóna var stundum notuð í kirkjunni og er enn notuð í dag. Þá syngur forsöngvari fyrri hluta og söfnuðurinn (eða kór) "svarar" með seinni hluta. Þetta form er ekki ósvipað hringlögunum eða keðjusöngvunum sem trúbadorarnir voru að syngja á skemmtunum á svipuðum tíma.
  • Á 13. öld hafði sléttsöngurinn þróast yfir í Gregorssöng ("Gregorian Chant") og öll önnur form sléttsöngs höfðu dáið út.
  • Fyrstu nótnahandritin sem nota einhverskonar nótnastreng þróuðust á miðaldatímabilinu. Í slíkum nótum sést hvernig nóturnar hreyfast upp og niður en ekki hvenær eða á hvaða tóni á að byrja.
    Miðaldanótur
  • Trúarleg leikrit voru á miðöldum flutt af leikurum með grímur, en aldrei inni í kirkjum. Slík leikrit voru vinsæl en kirkjan bannaði þau því hún hafði áhyggjur af því að fólk myndi gleyma Guði ef það skemmti sér of mikið í kirkjunni. Við vitum ekki hvort tónlist var notuð í þessum leikritum.
    Miðaldasöngvarar
Eldri fćrslur