A A A

Valmynd

Myndbönd um hljóðfærafjölskyldurnar

| 18. september 2021

Tréblásturshljóðfæri


Sum þessara hljóðfæra eru ekki úr tré en þau voru öll (nema saxófónninn) einu sinni búin til úr tré og heita því tréblásturshljóðfæri. Flauturnar eru allar með sérstök munnstykki úr málmi sem blásið er yfir (svipað og að blása í flösku) en hin hljóðfærin hafa öll svokölluð blöð sem eru búin til úr bambus. Þau eru fest í sérstök munnstykki og svo er blásið og þá myndast hljóð.



Myndbandið er á ensku. Þýðingar á helstu orðum:

Woodwind family - tréblásturshljóðfærafjölskyldan
Piccolo - piccoloflauta/pikkolóflauta
Flute - þverflauta
Oboe - óbó
Clarinet - klarinett
Bass Clarinet - bassaklarinett
Bassoon - fagott
Saxophone - saxófónn

https://www.youtube.com/watch?v=Uc1Thk1YOHY

Strokhljóðfæri/strengjahljóðfæri


Strokhljóðfæri/strengjahljóðfæri
Tónfræðibækurnar ykkar leggja áherslu á hljóðfærin sem eru í sinfóníuhljómsveit og því talar hún stundum bara um "strokhljóðfæri" en það eru þau strengjahljóðfæri sem er leikið á með boga - fiðla, lágfiðla (víóla), selló og kontrabassi.  Önnur strengjahljóðfæri sem við þekkjum eru til dæmis harpa, gítar og píanó.


Þýðingar á enskum hugtökum í þessu myndbandi:
String family - strengjafjölskyldan / strengjahljóðfærafjölskyldan
Violin - fiðla
Viola - lágfiðla/víóla
Cello - selló
Double bass - kontrabassi
Harp - harpa

https://www.youtube.com/watch?v=NO7TJpM31VY


Málmblásturshljóðfæri

Þessi hljóðfæri eru öll búin til úr málmi og eru stundum kölluð brasshljóðfæri, sem er vísun í enska heiti þeirra, "brass instruments". Þau nota öll svipað munnstykki sem við "frussum" í með vörunum og myndum þannig hljóð.


Þýðingar á enskum hugtökum í þessu myndbandi:
Brass family - málmblásturshljóðfærafjölskyldan
Trumpet - trompett
French horn - franskt horn (stundum kallað F horn)
Trombone - básúna
Tuba - túba

https://www.youtube.com/watch?v=JKH_-5HZJHY

Hljómborðshljóðfæri

Þessi hljóðfæri eru öll með einhverskonar hljómborð. Við þekkjum öll píanó en hljómborðshljóðfæri eru mun fleiri.


Þýðingar á enskum hugtökum í þessu myndbandi:
Keyboard instruments - hljómborðshljóðfæri
Clavichord - clavichord
Harpsichord - semball
1880s style piano - 19ndu aldar píanó
Steinway & Sons modern piano - svona hljóðfæri köllum við oftast flygil á íslensku. Það má líka kalla hann píanó.

https://www.youtube.com/watch?v=6CeMKpDR5s0

Ásláttarhljóðfæri/slagverkshljóðfæri


Í þessu myndbandi fer slagverksleikarinn hratt yfir og spilar á mörg hljóðfæri.



Myndbandið er á ensku. Þýðingar á helstu orðum:
Marimba - marimba / tréspil
Glockenspiel - klukkuspil

Steel pan - stáltrommur
Snare drum - sneriltromma

Drum set - trommusett

Timpani - pákur

Xylophone - sílófónn
Vibraphone - víbrafónn


Allt annað sem kemur fram í myndbandinu eru ýmsir skemmtilegir effektar en ekki hljóðfæri sem við þurfum að þekkja.

https://www.youtube.com/watch?v=YKVzfaRrsDc