Valmynd

Fréttir

Ţriđji dagur Barnamenningarhátíđar Vestfjarđa

| 15. mars 2016

Þriðji dagur Barnamenningarhátíðar Vestfjarða var annasamur og yndislegur í alla staði. 

Gullkornagangan er komin upp og gaman að fylgjast með gullkornum flaxa í vindinum og ekki sakar að þetta er skemmtilegt lesefni líka.

Það var kveðist á af 1. og 2. bekk, 3. og 4. bekkur sýndu brúðuleikhúsið Karnival dýranna fyrir heiðursgesti úr leikskólanum og aðra gesti. Þetta var virkilega flott sýning og eru komnar inn myndir.

Nemendur í 5. - 10. bekk tóku þátt í Dj-smiðju og svo var fullskipað af hæfileikaríkum börnum í námskeiði hjá Sirkus Íslands.
Dagurinn endaði svo með Góðgerðarkvöldi Ozon þar sem mikil gleði réði ríkjum. Uppboð var haldið þar sem boðið var upp á að kasta rjóma í andlit starfsmanna grunnskólans á Hólmavík og Drangsnesi. Eftir uppboðið tók Tónskóli Hólmavíkur við með tónlistaratriði á meðan gestir gæddu sér á kökum. Allur ágóði rennur til Barnaspítala Hringsins og vil félagsmiðstöðin Ozon þakka fyrir stuðninginn.

Vefumsjón