Valmynd

Fréttir

Áttundi dagur Barnamenningarhátíđar Vestfjarđa

| 20. mars 2016

Nú er yndislegum degi lokið og hátíðin okkar senn að líka að lokum.

Dagurinn byrjaði á brunch hjá Café Riis og Festivalinu Húllumhæ. Festivalið var vel sótt og áttum við gleðilega stund saman. Töframaðurinn Jón Víðis sýndi listir sínar ásamt börnunum okkar og eftir því sagði Ásta Þórisdóttir formaður Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar nokkur vel valin orð um fyrstu Barnamenningarhátíð Vestfjarða.

Karen Ösp og Sigurbjörg Halldóra sungu lag úr barna- og fjölskyldusöngleiknum Horn á höfði og nemendur úr tónskólanum á Hólmavík spiluðu þrjú lög fyrir okkur. Hátíðin endaði á því að sigurvegarinn í teiknisamkeppninni var tilkynntur og var það Aðalheiður Ísmey Davíðsdóttir nemandi í 1. bekk sem hreppti vinninginn.

Fjölskyldugleði var haldin í sundlaug Hólmavíkur og syngjandi konur á vesturlandi héldu tónleika í Hólmavíkurkirkju ásamt Kristjönu Stefánsdóttur. Dagskrá dagsins endaði svo í Fjósinu ungmennahúsinu þar sem var haldið LAN.

Á næstu dögum munu koma inn myndir frá viðburðunum.

Vefumsjón