A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Viðmið um snjómokstur í þéttbýli, veturinn 2020-2021

| 04. janúar 2021
Kæru íbúar Strandabyggðar,

Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkti á fundi sínum í desember s.l. viðmiðunarreglur varðandi snjómokstur í þéttbýli í Strandabyggð.  Unnið er að frágangi á sams konar reglum varðandi snjómokstur í dreifbýli sem verða lagðar fram í febrúar.

Markmið með snjómokstri og hálkueyðingu er að minnka þau óþægindi sem snjór og ís valda einstaklingum, fyrirtækjum og skólahaldi og tryggja öryggi íbúa að með aðgengi að alfaraleiðum og þéttbýliskjarna. Snjómokstri og hálkueyðingu er stjórnað af Strandabyggð og Vegagerðinni. Í ljósi aðstæðna í samfélaginu, skerðingar á framlögum til sveitarfélagsins og erfiðrar fjárhagsstöðu, skal sýna sérstaka ráðdeild og hagsýni við ráðstöfun tækja og mannafla við mokstur, veturinn 2020-2021.

Þetta þýðir í raun að almennt gildir að moka minna en meira, þó án þess að stefna í tvísýnu fyrrgreindu markmiði. Stefnt er að því að draga út kostnaði við snjómokstur á árinu 2021 sem nemur allt að kr. 2.000.000.- 

Sveitarstjórn kallar eftir skilningi og samvinnu íbúa hvað þetta varðar.

Kveðja
Þorgeir Pálsson
Sveitarstjóri Strandabyggðar



Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón