A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Ungt íþróttafólk á Ströndum blómstrar

| 16. ágúst 2011
Hadda Borg Björnsdóttir á verðlaunapalli á landsmóti - mynd 123.is/hss
Hadda Borg Björnsdóttir á verðlaunapalli á landsmóti - mynd 123.is/hss
« 1 af 3 »

Ungt fólk á Ströndum fæst við margt í frístundum sínum. Íþróttir eru stór hluti af þeim, en þar hefur náðst frábær árangur undanfarið. Keppendur frá Héraðssambandi Strandamanna gerðu góða ferð á Unglingalandsmót UMFÍ sem fram fór á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina. Hadda Borg Björnsdóttir, íþróttamaður ársins hjá HSS árið 2010, bætti árangur sinn í hástökki, stökk 1,62 metra og nældi sér í gull. Harpa Óskarsdóttir á Drangsnesi varð landsmótsmeistari í spjótkasti 13 ára með kast upp á 31,74 metra, en hún náði einnig 7. sæti í kúluvarpi. Þá náði Ólafur Johnson bronsi í spjótkasti 12 ára stráka og Arna Sól Mánadóttir frá Umf. Hörpu varð í fimmta sæti í spjótkasti í flokki 14 ára.

 

Aðrir keppendur í frjálsum stóðu sig afskaplega vel og margir bættu sinn persónulega árangur. Í hópíþróttum náðist einnig góður árangur. Lið stúlkna 17-18 ára vann gullverðlaun í körfubolta og 17-18 ára strákar, allir úr HSS, hlutu gullverðlaun í knattspyrnu. Stelpur í 11-12 ára flokki fengu silfurverðlaun í körfubolta, stelpur 17-18 ára fengu bronsverðlaun í knattspyrnu og þá náðu strákar á aldrinum 11-12 ára fimmta sæti í fótboltanum.

 

Strandabyggð óskar öllum keppendum á Unglingalandsmótinu til hamingju með árangurinn. Íbúar á Ströndum mega vera stoltir af unga fólkinu sínu! Hægt er að fylgjast með afrekum þeirra, sem og eldri íþróttaiðkenda, á heimasíðu HSS; www.123.is/hss.

 

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón