A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Um málefni Hólmadrangs

| 12. október 2018

Kæru íbúar Strandabyggðar,

Hólmadrangur hefur verið og er enn, einn af máttarstólpum atvinnulífs i Strandabyggð og það er afrek í sjálfu sér að fyrirtækið hafi hingað til, staðið af sér sveiflur og óáran í rækjuiðnaðinum hér á landi.  Gleymum því ekki að það hafa mörg fyrirtæki látið undan í þeim rekstri, enda rækjuveiðar og vinnsla í dag ekki lík því sem var. Og það er ekki af ástæðulausu að Hólmadrangur hefur staðið þetta af sér.  Hólmadrangur er meðal fullkomnustu rækjuverksmiðja í heimi og hefur byggt upp mikla reynslu og þekkingu í rækjuvinnslu í gegnum árin, í því góða starfsfólki sem þar starfar nú.  Það er þessi styrkur sem nú verður grunnurinn að lausn þess vanda sem Hólmadrangur stendur frammi fyrir. 


Það liggur nú fyrir að Hólmadrangur ehf hefur fengið greiðslustöðvun.  Stjórn félagsins hefur leitað aðstoðar utanaðkomandi aðila, lagt kalt mat á stöðuna og komist að skynsamlegri og rökréttri ákvörðun.  Með samstilltu átaki og öflugu teymi sérfræðinga, bindum við vonir við að Hólmadrangur vinni sig út úr þessari erfiðu stöðu.

Sveitarfélagið hefur eðlilega komið að málinu enda áhrifin af starfsemi Hólmadrangs víðtæk í okkar samfélagi.  Við munum áfram styðja við stjórn, starfsmenn og alla þá sem koma að lausn málsins.  Framundan er einfaldlega uppbygging og efling Hólmadrangs, sem er nauðsynleg við núverandi aðstæður, en er um leið mjög spennandi og krefjandi verkefni til lengri tíma litið.  

Við ætlum að sameinast um að byggja upp sterkara félag sem verður áfram einn af máttarstólpum atvinnulífsins og tryggja þannig Stolt og Stöðugleika í Strandabyggð.

Fyrir hönd sveitarstjórnar

Þorgeir Pálsson

Sveitarstjóri

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón