A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Um álit innviðaráðuneytisins

Þorgeir Pálsson | 16. nóvember 2023

Kæru íbúar Strandabyggðar,

Nú er talsvert í umræðunni álit innviðaráðuneytis á stjórnsýslu oddvita og sveitarstjórnar og er mikið um einhliða framsetningu á niðurstöðu ráðuneytisins.  Hér má finna fundargerð sveitarstjórnarfundar nr. 1352 í sveitarstjórnar Strandabyggðar frá 14.11 og undir lið 8 er bókun frá meirihluta sveitarstjórnar, sem ég hvet íbúa til að lesa.  Í yfirskrift þessa liðar í fundargerðinni, er síðan tenging við álitið sjálft, sem einnig er vert að lesa, ef menn vilja vita allar hliðar málsins.

Þar sem umræðan hefur verið nokkuð einhliða fram að þessu, er rétt að hnykkja aðeins á niðurstöðu ráðuneytisins, þannig að íbúar geti séð hvað það þýðir í raun fyrir sveitarfélagið:

  • Ráðuneytið telur að afgreiðsla á erindi fyrrum sveitarstjórnarmanns, hafi ekki verið í samræmi við almennar skyldur um svör við erindum
  • Ráðuneytið telur hins vegar ekki ástæðu til að fjalla formlega um eldri mál í stjórnsýslu Strandabyggðar á grundvelli sveitarstjórnarlaga, gr 112, sem snýr að ólögmætri stjórnsýslu. Má reikna með að ráðuneytinu þyki þar með, líkt og meirihlutanum, að þetta mál tilheyri fortíðinni og þurfi að afgreiða á öðrum vettfangi en í núverandi sveitarstjórn. Ráðuneytið telur málið falla utan við eftirlitshlutverk sitt
  • Hvað það varðar að hafna beiðni kjörinna fulltrúa um að setja mál á dagskrá, telur ráðuneytið þá ákvörðun stangast á við 27. gr sveitarstjórnarlaga
  • Þá telur ráðuneytið einnig það stangast á við 26. gr sveitarstjórnarlaga, að hafa ekki umræðu um ákveðin mál, en sú venja hefur verið lengi í sveitarstjórn Strandabyggðar að sum mál eru lögð fram til kynningar og þá ekki rædd. Með þessu sé komið í veg fyrir rétt kjörinna fulltrúa til málfrelsis og að tjá sig
  • Ráðuneytið telur ekki grundvöll til að aðhafast neitt frekar í málinu og að málið sé ekki þess eðlis að til greina komi að sveitarfélagið þurfi að taka ákvörðun í málinu eða fella úr gildi ákvörðun sveitarfélagsins, eins og segir í álitinu.

Og hvað þýðir þetta síðan svona í daglegu tali, jú, það má bæta stjórnsýslu sveitarfélagsins og oddvita hvað það varðar að taka mál á dagskrá.  Um það verður ekki deilt og verður tekið mið af því í framtíðinni.

Það er ekki ástæða til að fjalla formlega um eldri mál í stjórnsýslu Strandabyggðar, þ.e. bréf fyrrverandi sveitarstjórnar og það er ekki ástæða fyrir sveitarfélagið að taka ákvörðun í þessu málið eða fella úr gildi ákvarðanir.  Málinu er lokið af hálfu ráðuneytisins.

Við í meirihluta sveitarstjórnar, munum áfram byggja okkar stjórnsýslu á þeim venjum sem hafa gilt í sveitarstjórn Strandabyggðar, sem t.d. fyrrverandi sveitarstjórn vann eftir, sem og ráðleggingum lögfræðinga og þeim ábendingum sem komu frá ráðuneytinu.  Að öðru leyti er þessu máli lokið og vonandi skapast nú vinnufriður í sveitarfélaginu og innan sveitarstjórnar.

Kveðja

Þorgeir Pálsson

oddviti

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón