A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Tilnefnið íþróttamanneskju ársins

| 30. desember 2020
Íþróttamanneskja ársins 2019 og dygg stuðningskona hennar
Íþróttamanneskja ársins 2019 og dygg stuðningskona hennar

Auglýst er eftir tilnefningum um íþróttamanneskju arsins 2020 í Strandabyggð. Útnefning er fyrst og fremst hugsuð sem viðurkenning fyrir íþróttaafrek, framlag til íþróttastarfs og hvatning til frekari afreka.

Senda skal tilnefningar ásamt rökstuðningi á netfangið tomstundafulltrui@strandabyggd.is, eigi síðar en á hádegi 7. janúar 2021. Allir mega senda inn tilnefningu og frjálst er að nefna fleiri en einn aðila, en íþróttafólkið þarf að hafa haft lögheimili í Strandabyggð á síðastliðnu ári. Vissulega hefur farið minna fyrir keppnum á árinu en gegnur og gerist en það þarf ekki að þýða að afrekin og eljan hafi verið minni, þvert á móti má ætla að veglegan aukaskammt af metnaði og þrautseigju hafi þurft til að halda sér við efnið á árinu. 

 

Samkvæmt reglugerð um útnefningu á íþróttamanni ársins hefur Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd umsjón með valinu á ári hverju. Upplýst verður um valið í tenglsum við íþrótta- og lýðheilsuhátíð Grunnskólans á Hólmavík síðar í janúar árið 2021. 

Handhafi viðurkenningarinnar hlýtur til vörslu í eitt ár farandbikar sem íþróttafélag lögreglumanna á Hólmavík gefur ásamt viðurkenningarskjali en hefð hefur skapast fyrir því að veita yngri íþróttamanneskju einnig hvatningarverðlaun.


Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar hvetur alla til að nýta þetta tækifæri til að minnast þeirra afreka sem íþróttafólk okkar hefur unnið á liðnu ári.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón