A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Til landeigenda í Strandabyggð

Salbjörg Engilbertsdóttir | 28. apríl 2022
Kæri landeigandi!

Nú fer fram vinna við endurskoðun aðalskipulags Strandabyggðar 2021-2033. Gefin hefur verið út skipulagslýsing fyrir verkið og er hún aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins. Landmótun sf. var fengin til samstarfs við verkefnið. Hluti vinnu við endurskoðun aðalskipulags er að fá upplýsingar um núverandi og framtíðarnýtingu lands á svæðinu. Spurningalistar eru sendir á landeigendur og viljum við biðja þig að svara spurningalistanum eins ítarlega og unnt er. Svara má spurningum hér gegnum google. Einnig má senda svör í tölvupósti á kristin@landmotun.is eða á skrifstofu Strandabyggðar, Hafnarbraut 25, 510 Hólmavík. Eyðublaðið er aðgengilegt hér.

Svör óskast fyrir 15. maí n.k.

Með von um góðar undirtektir F.h. Strandabyggðar, Vinnuhópur um endurskoðun aðalskipulags.

Facebook

Vefumsjón