A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórn óskar eftir áfríjun dómsmáls E-136/2021

Salbjörg Engilbertsdóttir | 11. maí 2022


Sveitarstjórn Strandabyggðar hefur sótt um leyfi til að áfrýja til Landsréttar dómi Héraðsdóms Vestfjarða í dómsmáli E-136/2021, sem höfðað var gegn sveitarfélaginu. Þetta kemur fram í fundargerð sveitarstjórnar frá því í gær þar sem sveitarstjórn staðfesti ákvörðunina samhljóða.


Á sveitarstjórnarfundi í gær var lögð fram eftirfarandi bókun:

„Sveitarstjórn telur, að fenginni ráðgjöf, að dómafordæmi úr Hæstarétti sýni að dómur Héraðsdóms um miskabætur sé rangur. Óeðlilegt sé að dæma miskabætur þegar uppsögnin sjálf sé lögleg og enginn vafi leiki á því að svo sé í þessu tilviki. Uppsögnin var í fullu samræmi við ráðningarsamning og þær aðferðir sem tíðkast í sambærilegum tilvikum. Eins telur sveitarstjórn eðlilegt að verja hagsmuni sveitarfélagsins gagnvart því að þurfa að greiða málskostnað, þegar um sé að ræða tilhæfulausar málssóknir. Mikilvægt sé að fá úr þessu skorið vegna fordæmisgildis dómsins.“


Þetta kemur fram í fundargerð sveitarstjórnar Strandabyggðar.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón