Fara í efni

Strandastelpa - formleg opnun í gær

30.06.2012
Í gær opnaði Strandastelpa, einstök sýning Ingibjargar Valgeirsdóttur í Hnyðju að Höfðagötu 3. Sýningin byggir á dagbókarskrifum og hugleiðingum Ingibjargar í ættleiðingarferli ?...
Deildu
Í gær opnaði Strandastelpa, einstök sýning Ingibjargar Valgeirsdóttur í Hnyðju að Höfðagötu 3. Sýningin byggir á dagbókarskrifum og hugleiðingum Ingibjargar í ættleiðingarferli þegar hún og fjölskylda hennar ættleiddu litla stelpu frá Yangjiang í Kína árið 2006. Sýningin er afskaplega áhrifamikil og ekki var laust við að sæist í tár blika á hvarmi á nokkrum gestana við opnunina í gær, sem var vel sótt.

Sýningin verður opin yfir helgina frá kl. 13-17 báða daga.
Til baka í yfirlit