Fara í efni

Strandakúnst opnar þriðjudaginn 12. júní 2012

11.06.2012
Strandakúnst hefur gert samning við N1 um að rekstur handverksmarkaðarins fari fram í gamla söluskálanum í sumar. Er þetta afar hentugt húsnæði fyrir rekstur Strandakúnstar og mikill f...
Deildu
Strandakúnst hefur gert samning við N1 um að rekstur handverksmarkaðarins fari fram í gamla söluskálanum í sumar. Er þetta afar hentugt húsnæði fyrir rekstur Strandakúnstar og mikill fengur að fá svo jákvæða og góða starfsemi í söluskálann sem hefur staðið auður frá því að Kaupfélag Steingrímsfjarðar á Hólmavík opnaði nýja og glæsilega veitingaaðstöðu fyrir rúmu ári. Fulltrúar frá N1 komu í heimsókn í dag, féllu fyrir handverki heimamanna og náðu þeim skemmtilega titli að verða fyrstu viðskiptavinir sumarsins. Strandakúnst opnar handverksmarkaðinn formlega á morgun, þriðjudaginn 12. júní kl. 13:00.
Til baka í yfirlit