A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Strandagangan á laugardag

| 23. febrúar 2015
21. Strandagangan fer fram í Selárdal laugardaginn 28. febrúar.

Strandagangan er hluti af skíðagöngumótaröðinni Íslandsgangan sem haldin er á sex stöðum víðs vegar um landið. Keppt er í fjórum vegalengdum, 1 km, 5 km, 10 km og 20 km og eru rástímar kl. 12:30 og 13:00. Kílómeters gangan er eingöngu fyrir 10 ára og yngri. 15 ára og yngri greiða 1.000 kr. fyrir keppnisrétt. Fullorðnir greiða 3.000 kr fyrir 5 km, 4.000 kr. fyrir 10 km og 5.000 kr. fyrir 10 km. Enn fremur er hægt að skrá í sveitakeppni í 5, 10 og 20 kílómetra göngu. Skráning fer fram í tölvupósti til Öllu, allaoskars@gmail.com

Keppendum er boðið að hlýja sér í heitum pottum á Hólmavík að keppni lokinni en að því búnu fer fram verðlaunaafhending í Félagsheimilinu þar sem einnig verða framreiddar glæsilegar kaffiveitingar. Kaffið er innifalið í keppnisgjaldi en gestum og gangandi er velkomið að koma í kaffi og kostar það 1.000 kr.

Loks verður skíðaleikjadagur í Selárdal sunnudaginn 1. mars þangað sem öll börn verða boðin velkomin án endurgjalds. Því er tilvalið fyrir gesti Strandagöngunnar að gista í Strandabyggð yfir nótt og skella sér á uppsetningu Leikfélags Hólmavíkur á Sweeney Todd - Morðóða rakaranum við Hafnargötuna á laugardagskvöldinu, miðapantanir hjá Ester í síma 693-3474.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón