A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Strandabyggð óskar eftir verðtilboðum í nýtt þjónustuhús fyrir tjaldsvæðið á Hólmavík

| 10. ágúst 2018

Verktaki skal skila þjónustuhúsinu á tjaldsvæðið á Hólmavík tilbúnu til niðursetningar á undirstöður og tengingu við lagnir eigi síðar en  1. apríl  2019.

 

Verðtilboðum skal skila á skrifstofu Strandabyggðar á  Hólmavík,

fyrir kl. 14:00 föstudaginn 24. Ágúst 2018.

 

Útboðið er auglýst á vefsíðu Strandabyggðar

 

Með tilboði sínu skulu bjóðendur skila teikningum, grunnmynd, snið og útlit, ásamt ýtarlegum upplýsingum um uppbyggingu hússins og efnisvali.

 

 

Undirritaður býður Strandabyggð nýtt þjónusthús fyrir tjaldsvæði, samkvæmt meðfylgjandi lýsingu fyrir samtals krónur.

 

Upphæð með VSK.                                    .                                   

 

 

Bjóðandi:


Stutt lýsing á fyrirkomulagi í þjónustuhúsi

 

Í þjónustuhúsinu skal vera salerni fyrir hreyfihamlaða og a.m.k. eitt almennt salerni. Utanhúss skal vera borð með tveimur vöskum til uppþvottar í og timburpallur umhverfis húsið.

 

Salernisherbergi fyrir hreyfihamlaða skal vera það rúmgott að hægt sé að komast að salerninu á hjólastól beggja vegna við það.  Þá skal vera 1500 mm frír snúningsradíus fyrir hjólastól innan herbergisins.  Í herberginu skal vera salerni með stuðningsslám beggja vegna við það, handlaug með blöndunartæki og rými fyrir borð fyrir bleyjuskipti. 

 

Salerni skal rúma salerni og litla handlaug með blöndunartæki.

 

Utanhúss skal vera vaskborð með tveimur stálvöskum ásamt blöndunartækjum í.  Borðið skal vera úr efni sem þolir vatnsálag og að standa utandyra.

 

Við þær hliðar hússins sem dyr eru á og við vaskborðið skal vera pallur úr timbri.  Timbrið skal vera fúavarið og ætlað til þessara nota.

 

Meðfylgjandi er uppdráttur er sýnir tillögu að skipulagi þjónustuhússins. Bjóðendum er heimilt að bjóða hús með öðru fyrirkomulagi svo fremi að grunnflötur salerna standist lágmarks stærðir.

 

 

Stutt lýsing á uppbyggingu þjónustuhúss

 

Húsið skal vera úr timbri, gólf, þak og veggir.  Burðarvirki þess skal taka mið af álagskröfum, samkvæmt álagsstöðlum, fyrir Hólmavík.  Undir húsinu skulu vera dregarar sem festast niður á sökkulundirstöður.

 

Að utan skal klæða húsið með panelklæðningu eða rásuðum krossvið.  Á þaki skal vera bárujárn úr aluzinki.

 

Einangra skal gólf, þak og veggi með minnst 100 mm þéttull.

 

Að innan skal klæða húsið með plastlögðum plötum, lökkuðum krossvið eða öðru efni sem þolir vatnsálag.  Á gólfin skal setja vinyl gólfdúk sem nær minnst 100 mm upp á veggi.

 

Hurðir skulu vera timburhurðir með vönduðum lömum og hurðarskrám með salernislæsingum.  Í hverri hurð skal vera gluggi með hömruðu gleri í.

 

Ofan við hverja hurð skal vera stillanleg (lokanleg) loftrist, stærð um 200 x 400 mm.

 

Vatnslagnir að hreinlætistækjum, salernum og handlaugum, skal leggja utan á veggi og skulu þær koma á einum stað niður úr húsinu.  Frárennslislagnir skal leggja frá tækjum niður úr gólfi hússins þar sem þær tengjast lögnum í jörðu.

 

Húsinu skal skila fullkláruðu tilbúnu til notkunar eftir niðursetningu á undirstöður og tengingu lagna.  Húsið skal vera fullmálað að innan og utan með gólfdúk, hreinlætis-tækjum og lögnum.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón