A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Strandabyggð - þjónustukjarni á Ströndum

Þorgeir Pálsson | 29. júlí 2022

Kæru íbúar Strandabyggðar,

Við tölum gjarnan um það að Hólmavík sé öflug þjónustumiðstöð fyrir íbúa, ferðamenn og aðra sem eiga leið hjá og það hefur svo sannarlega sýnt sig í sumar.  Satt best að segja hefur verið fábær aðsókn á tjaldsvæðið í sumar og hefur tjaldsvæðið við flugstöðina t.d.  verið opnað tvisvar s.l. viku fyrir lausatraffík, vegna mikils álags.  Föstudaginn 22. júlí s.l. voru til að mynda 112 húsbílar, hjólhýsi eða tjöld á tjaldsvæðunum, sem er með því allra mesta sem sést hefur, miðað við engar skipulagðar hátíðir.  Þessi umsvif skapa sveitarfélaginu talsverðar tekjur og sem dæmi má nefna að í júlí 2021 var innkoma á tjaldsvæðið tæpar 5 milljónir og stefnir svipaða tölu í ár. Að auki eru vítæk margföldunaráhrif sem þessu tengist, hjá veitingastöðum, þjónustuaðilum í afþreyingu o.s.frv.  Allt styrkir þetta okkur og eflir.  Við höfum lagt áherslu á það undanfarin ár, að markaðssetja Hólmavík og Strandabyggð sem þjónustukjarna og það er því sérstaklega gleðilegt þegar við finnum og sjáum að sú vinna skilar sér.  Í sumar hefur t.d. mikill fjöldi ferðamana á tjaldsvæðinu framlengt dvölina og það er einmitt það sem við viljum.

 

Fyrr á þessu ári þurfti að fara í talsverðar endurbætur og viðgerðir á búningsklefum íþróttamiðstöðvar, sem er þjónustuaðili tjaldsvæðisins, í kjölfar þess að alvarlegar mygluskemmdir komu fram.  Þegar umfang þessara skemmda varð ljóst, þ.e. að ekki var einungis raki í strurtuveggjum, heldur í öllum gólffleti sturtu- og búningsklefa, varð ljóst að rífa þurfti og fjarlægja allt innan af veggjum og gólfi og pússa niður í steypu til að losna við allan myglusvepp.  Að því loknu, var epoxy endurnýjað í sturtum, en settar flísar á búningsklefa til að einfalda þrif og verja innanstokksmuni þar sem vantsþrifum á því svæði með spúlslöngu hefur verið hætt.  Nú er einungis moppað, skúrað og sótthreinsað í klefum. Endurbótum er ekki lokið, en þær eru langt komnar.  Vinna hefur dregist, m.a. vegna tafa við efnisöflun.  Það tekur t.d. 16 vikur að fá nýjar innihurðir á salerni.

 

Almenn ánægja virðist vera með þessar breytingar og því er sérstaklega mikilvægt að halda þessu nú í horfinu.  En það er ekki nóg að hafa góða umgörð, heldur þurfa innviðirnir að virka. Enn liggur fyrir að endurnýja þarf talsvert af tækjum og búnaði svo allt virki sem skyldi og er t.d. átt við tæki sem sjá um að stýra hita og klórmagni í pottum og laug.  Sú vinna er nauðsynleg til að styðja við og viðhalda stöðu okkar sem þjónustukjarna.

Sveitarfélagið tók yfir umsjón með þvottaplaninu í sumar og það sýndi sig að vera rétt ákvörðun, því notkun á planinu hefur verið mjög mikil frá því það var opnað aftur.  Nú erum við að vinna að lausn varðandi loftdælu.  Hvoru tveggja er þjónusta sem verður að vera til staðar fyrir alla.  Fjölgun ferðamanna og aukið mikilvægi Strandabyggðar sem þjónustukjarna almennt, kallar einnig á samstarf við þjónustuaðila um frekari uppbyggingu, t.d. hvað varðar hleðslustöðvar fyrir rafmagnsbíla ofl.


Þetta voru bara nokkrar línur um stöðu okkar sem þjónustukjarna.   Það er mikið framundan og fullt af tækifærum  Það er bara okkar að sækja þau og gera úr þeim verðmæti.

Njótið sumarsins og góða Verslunarmannahelgi!

Kveðja

Þorgeir Pálsson

Oddviti

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón