A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Starfsfólk í Félagsmiðstöðinni Ozon

Bára Örk Melsted | 17. nóvember 2023
« 1 af 2 »

Nýjir starfskraftar hafa nú tekið til starfa í félagsmiðstöðinni Ozon. Það eru þau Alexandar og Tóta, við bjóðum þau velkomin til starfa. 

Hér er stutt kynning á þeim: 

Ég heiti Aleksandar og ég er búinn að búa í fjögur ár á Hólmavík. Í landinu mínu Króatíu, hef ég unið á Þjóðskjalasafninu. Ég er með tvöfalt MA próf í hljóðfræði og skjalfræði frá Háskólanum í Zagreb, Króatíu. Áhugamálin mín eru bogfimi, badminton, borðtennis, bjórbruggun, pönukökkur og margt fleira. Mér finnst mjög gaman að búa á Ströndum.



Komið þið sæl og blessuð Þórey Hekla Ægisdóttir heiti ég en kölluð er Tóta. Ég er ný hér á Hólmavík en er út Dölunum. Ég ætla að sjá um OZON í vetur og langar mig smá að kynna mig. Ég er 23 ára hress og spræk dala skvísa, orkumikil og stór karakter Ég á 5 yngri systkin og er ég töluvert eldri en þau öll. Ég stundaði útivistarnám í 8 mánuði og elska að prufa nýja hluti. Núna síðustu þriðjudaga og fimmtudaga hef eg fengið þau forréttindi að kynnast börnunum ykkar og hlakkar mig mikið til að framkvæma hugmyndirnar sem við höfum komið með fyrir OZON. Endilega hvetjið börnin að mæta og vera með því fleiri því betra. Bestu kveðjur Tóta. 

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón