A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Staða tómstundafulltrúa laus til umsóknar

| 26. ágúst 2020

Strandabyggð auglýsir laust til umsóknar starf tómstundafulltrúa. Um er að ræða fjölbreytt og skemmtilegt starf fyrir skapandi og skipulagðan einstakling sem hefur unun af samskiptum. Um 75% starf er að ræða.

Helstu verkefni

  • Verkefnavinna og stefnumótun á sviði tómstunda-, íþrótta- og menningarmála í Strandabyggð
  • Samvinna með skólastjóra Grunn-, leik- og tónskóla Hólmavíkur að málefnum á sviði menntunar og tómstunda
  • Vinna með Tómstunda-, íþrótta og menningarnefnd sveitarfélagsins
  • Umsjón með starfsemi félagsmiðstöðvarinnar Ozon og ungmennahússins Fjóssins
  • Umsjón með Ungmennaráði Strandabyggðar
  • Umsjón með skipulögðu starfi eldri borgara í Strandabyggð
  • Verkefnastjórnun við hátíðahöld og viðburði á vegum Strandabyggðar
  • Undirbúningur vegna verkefna vinnuskóla, menningardvalar og sumarnámskeiða
  • Stuðningur við félagastarf á sviði tómstunda, íþrótta og menningar
  • Sérstök nýsköpun og stuðningur við þá hópa sem hafa lítið framboð við hæfi í Strandabyggð
  • Samvinna við nágrannasveitarfélög og á landsvísu á sviði tómstundamála
  • Samstarf við íþróttafélög, starfsfólk íþróttamiðstöðvar og félagasamtök á svæðinu

Æskileg menntun, færni og eiginleikar

  • Háskólapróf á sviði tómstunda- og félagsmálafræði eða skyldum greinum sem nýtast í starfi
  • Skipulags- og stjórnunarfærni
  • Reynsla af félagsstörfum með börnum og ungmennum
  • Samskiptafærni og geta til að tjá sig í ræðu og riti
  • Frumkvæði, jákvætt hugarfar og hugmyndaauðgi
  • Er hvetjandi og góð fyrirmynd

Umsóknarfrestur er til miðnættis 6. september 2020.  Umsóknum skal skilað á skrifstofu Strandabyggðar að Höfðagötu 3, eða á netfangið:  strandabyggd@strandabyggd.is

Allar frekari upplýsingar um starfið veitir Þorgeir Pálsson sveitarstjóri, í síma 451-3510 eða 899-0020, eða á netfangið thorgeir@strandabyggd.is

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón