A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Skoðunaráætlun eldvarnaeftirlits 2024.

Bára Örk Melsted | 20. febrúar 2024

Gerð hefur verið skoðunaráætlun fyrir eldvarnareftirlit Strandabyggðar fyrir árið 2024.Gert er ráð fyrir að árið 2024 verði lagt áherslu á byggingar í notkunarflokkum 4 og 5 skoðaðar.

Í þessum flokkum eru hótel og gistiheimili auk allra skóla á svæðinu. Þá eru einnig nokkrar byggingar í forgangsskoðun. Þetta eru 33 skoðanir.

Þá er gert ráð fyrir að skoða 22 aðrar byggingar í notkunarflokki 1 og 2. Það eru ýmis sveitabýli með mikinn húsakost, stór iðnaðarhúsnæði og samkomustaðir. Samtals er ráðgert að fara í að minnsta kosti 55 skoðanir.

Þess utan fara fram úttektir vegna öryggis og lokaúttekta auk umsagna vegna ýmissa tækifærisleyfa.

Hér má sjá skoðunaráætlun eldvarnaeftirlits fyrir árið 2024. Hér eru listaðar upp byggingar sem annað hvort þurfa skoðun árlega eða fjórða hvert ár. Við ákvörðun um skoðun er stuðst við byggingareglugerð og reglugerð um eldvarnir og eldvarnaeftirlit. Viðbúið er að fleiri byggingar en þær sem eru á listanum verði skoðaðar eftir því sem ástæða þykir til. Eldvarnaeftirlitið hefur samband við eigendur bygginga til að fastsetja skoðunartíma þegar kemur að skoðun. Eldvarnaeftirlit er mikilvægur þáttur í forvörnum og eru eigendur bygginga hvattir til að bregðast sem fyrst við athugasemdum ef einhverjar eru.

Benda má á að eigendur bygginga geta alltaf haft samband við eldvarnaeftirlitið til að fá upplýsingar og leiðbeiningar. Einnig geta eigendur bygginga óskað eftir því að fá eldvarnaeftirlitið í heimsókn ef þurfa þykir.

Ákvörðun notkunarflokks ræðst einkum af því hvort fólk sé staðkunnugt í húsnæði, hvort það sofi þar eða ekki og hvort það geti sjálft bjargað sér úr því við eldsvoða.

Ef húsnæði innan sama mannvirkis er í mismunandi notkunarflokkum og deilir flóttaleiðum eða áhættum, skulu eldvarnir miðast við þarfir hæsta notkunarflokks í viðkomandi mannvirki.

Slökkviliðsstjóri.

 

 

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón