A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Opinn hugmyndafundur um samfelldan dag barnsins

| 09. apríl 2015
Fimmtudaginn 9. apríl kl. 17:00 fer fram opinn hugmyndafundur um samfelldan dags barnsins í Hnyðju.

Um er að ræða kynningu á afrakstri vinnu starfshóps sem hefur starfað í Strandabyggð síðan síðasta haust. Markmið hópsins hefur verið að  kanna möguleika þess að gera skóladag og frístundir barna að heilsteyptum vinnudegi sem hefur þarfir barnanna og fjölskyldna þeirra í fyrirrúmi.

Nú hefur hópurinn sett saman tillögu að því hvernig samfelldur dagur barnsins gæti gengið fyrir sig og hvað a breytingar slíkt hefði í för með sér fyrir skóla, frístund og fjölskyldulíf. Hugmyndafundurinn er hugsaður til að gefa öllum áhugasömum tækifæri til að kynna sér tillöguna og hafa áhrif á hana áður en lengra er haldið.

Fundurinn er öllum opinn.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón