Vinnuskólinn mun starfa með breyttu sniði þetta árið. Boðið verður upp á vinnu fyrir ungmenni í Strandabyggð fram að 18. aldursári. Framboð á vinnu fer eftir aldri viðkomandi eins og fram kemur í eftirfarandi tölfu:
fæðingarár | fjöldi vinnuvikna | lengd dags | vinna hefst | vinnu lýkur |
2002 | 2 | hálfur | 8.jún | 19.jún |
2001 | 4 | hálfur | 8.jún | 3.júl |
2000 | 6 | hálfur | 8.jún | 17.júl |
1999 | 8 | heill | 8.jún | 31.júl |
1998 | 10 | heill | 8.jún | 14.ágú |
Jón Kristófer Fasth hefur verið ráðinn umsjónarmaður Vinnuskólans þetta árið og mun fylgja þessum breytingum eftir í samvinnu við tómstundafulltrúa og Áhaldahús.
Öll ungmenni fædd á árabilinu 1998-2002 sem eiga foreldri eða forráðamann með skráð lögheimili í Strandabyggð geta sótt vinnu í Vinnuskólann.
Umsóknir í Vinnuskólann eru aðgengilegar á þessari slóð. En þær liggja jafnframt frammi á skrifstofu Strandabyggðar. Umsóknum skal skila til stkrifstofu eða á netfangið tomstundafulltrui@strandabyggd.is eigi síðar en miðvikudaginn 20. maí.
Allar nánari upplýsingar má nálgast hjá tómstundafulltrúa.
