A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Nýr tómstunda- og íþróttafulltrúi Strandabyggðar

| 26. febrúar 2019
Aðalbjörg Signý Sigurvaldadóttir hefur verið ráðin tómstunda- og íþróttafulltrúi Strandabyggðar í 70% starfshlutfall, frá og með 1. mars 2019.  Alls sóttu þrír um stöðuna.  Tveir umsækjendur voru teknir í viðtal, en þriðja umsóknin stóðst ekki hæfniskröfur.

Aðalbjörg Signý er með B.ed. próf í leikskólakennarafræðum frá Háskólanum á Akureyri (2006) og hefur starfað víða sem deildarstarfsmaður og deildarstjóri á leikskólum.  Þar má nefna leikskólann Barnabæ, Blönduósi, leikskóladeild Kólaskers, Norðurþingi og nú síðast starfaði Aðalbjörg Signý sem deildarstjóri á Lækjarbrekku, hér í Strandabyggð.

Aðalbjörg Signý hefur einnig komið að starfsemi grunnskóla og má nefna að árin 2008-2009 var hún skólastjóri samrekins leik- og grunnskóla við Kópaskersskóla og árin 2011-2014 starfaði hún sem leiðbeinandi í grunnskóla; Öxarfjarðarskóla.  Aðalbjörg Signý er því alls ekki ókunn því að starfa með börnum á grunnskólastigi.

Nú tekst hún á við nýjar áskoranir á sviði tómstunda og íþrótta í Strandabyggð og við bjóðum Aðalbjörgu Signýju velkomna til starfa.



Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón