Fara í efni

Nemendur leikskólans Lækjarbrekku opna sýningu

11.06.2011
Litlar Strandastelpur og litlir Strandastrákar úr leikskólanum Lækjarbrekku hafa opnað glæsilega sýningu í Íþróttamiðstöð Strandabyggðar. Fjöldi fólks mætti á opnunina en sýning...
Deildu
Litlar Strandastelpur og litlir Strandastrákar úr leikskólanum Lækjarbrekku hafa opnað glæsilega sýningu í Íþróttamiðstöð Strandabyggðar. Fjöldi fólks mætti á opnunina en sýningin er afrakstur listastarfsemi nemenda leikskólans í vetur.

Innan um listaverkin má finna fjölda skemmtilegra gullkorna sem fallið hafa af vörum nemendanna sem starfsfólkið hefur varðveitt. Sýningin mun standa uppi í Íþróttamiðstöðinni næstu vikur. Sveitarfélagið Strandabyggð sendir nemendum og starfsfólki leikskólans Lækjarbrekku innilegar hamingjuóskir.
Til baka í yfirlit